Körfubolti

Emil Barja genginn til liðs við Íslandsmeistarana

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Emil Barja er kominn í KR. Frá blaðamannafundinum í dag.
Emil Barja er kominn í KR. Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir/ástrós

Emil Barja mun spila með Íslandsmeisturum KR á næstu leiktíð í Domino's deild karla. Hann var kynntur til leiks sem nýr leikmaður KR á blaðamannafundi í Vesturbænum í dag.

Emil kemur til KR frá Haukum þar sem hann hefur verið fyrirliði liðsins síðustu ár. Haukar duttu út í undanúrslitum 1-3 gegn KR síðasta vetur eftir að hafa orðið deildarmeistarar.

Síðasta vetur skoraði Emil 9,1 stig að meðaltali í 31 leik. Hann tók 6,1 frákast og gaf 4,6 stoðsendingar. Samningurinn gildir í tvö ár.

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KR frá liðinu sem vann fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð í vor. Brynjar Þór Björnsson er farinn til Tindastóls, Darri Hilmarsson og Kristófer Acox farnir erlendis og þá er kominn nýr þjálfari í brúnna, Ingi Þór Steinþórsson tók við starfi Finns Freys Stefánssonar.

Við sama tilefni skrifaði Björn Kristjánsson undir framlengingu á samningi sínum við KR. Samningur hans er til tveggja ára.

Íslandsmeistararnir hefja titilvörn sína gegn nýliðum Skallagríms á heimavelli 4. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.