Körfubolti

Tveir erlendir til liðs við Þór Þorlákshöfn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik ÞorlákshafnarÞórsara á síðustu leiktíð
Úr leik ÞorlákshafnarÞórsara á síðustu leiktíð Vísir/eyþór

Nick Tomsick og Joe Tagatelli munu leika með Þór Þorlákshöfn í Dominos deild karla á næstu leiktíð. Frá þessu er greint á Karfan.is

Nick Tomsick er króatískur leikstjórnandi sem hefur spilað víðu í Evrópu auk þess að hafa verið í bandaríska háskólaboltanum. Hann er sagður geta leikið báðar bakvarðastöðurnar en hann er 186 sentimetrar á hæð.

Joe Tagatelli er bandarískur miðherji sem lék á Englandi á síðustu leiktíð. Hann er 197 sentimetri á hæð og lék með Quincy háskólanum á sínum tíma. Í fyrra skilaði hann 18,6 stigum og 10 fráköstum að meðaltali í leik.

Baldur Þór Ragnarsson tók við stjórnartaumunum í Þorlákshöfn á dögunum en sterkir leikmenn á borð við Snorra Hrafnkelsson og Ólaf Helga Jónsson hafa yfirgefið liðið. Ragnar Örn Bragason er hins vegar mættur aftur til Þórs Þorlákshafnar frá Keflavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.