Samsung opnar stærstu símaverksmiðju heims Atli Ísleifsson skrifar 9. júlí 2018 12:58 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, opnuðu verksmiðjuna í morgun. Vísir/Epa Suður-kóreski tæknirisinn Samsung opnaði í morgun það sem fyrirtækið segir vera stærstu símaverksmiðju heims í Noida í Indlandi. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, opnuðu verksmiðjuna í morgun, en hana er að finna í úthverfi höfuðborgarinnar Nýju-Delí. Fyrirtækið vonast að með þessu verði hægt að draga úr framleiðslukostnaði, en síðustu misserin hefur kostnaður við framleiðslu síma víða annars staðar aukist, meðal annars í Kína, Suður-Kóreu og Víetnam. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Samsung vonast einnig til að geta betur keppt við kínverska símaframleiðandann Xiaomi sem varð stærsta fyrirtækið á indverskum símamarkaði fyrr á árinu. Reiknað er með að um 15 þúsund störf skapist í tengslum við opnun verksmiðjunnar. Modi og ríkisstjórn hans hefur komið á tollum á innflutningi ákveðinna varahluta, sem notaðir eru við framleiðslu sína, með það að markmiði að gera Indland að helsta símaframleiðsluríki heims og þannig skapa ný störf. Tækni Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Suður-kóreski tæknirisinn Samsung opnaði í morgun það sem fyrirtækið segir vera stærstu símaverksmiðju heims í Noida í Indlandi. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, opnuðu verksmiðjuna í morgun, en hana er að finna í úthverfi höfuðborgarinnar Nýju-Delí. Fyrirtækið vonast að með þessu verði hægt að draga úr framleiðslukostnaði, en síðustu misserin hefur kostnaður við framleiðslu síma víða annars staðar aukist, meðal annars í Kína, Suður-Kóreu og Víetnam. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Samsung vonast einnig til að geta betur keppt við kínverska símaframleiðandann Xiaomi sem varð stærsta fyrirtækið á indverskum símamarkaði fyrr á árinu. Reiknað er með að um 15 þúsund störf skapist í tengslum við opnun verksmiðjunnar. Modi og ríkisstjórn hans hefur komið á tollum á innflutningi ákveðinna varahluta, sem notaðir eru við framleiðslu sína, með það að markmiði að gera Indland að helsta símaframleiðsluríki heims og þannig skapa ný störf.
Tækni Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira