Stefán Rafn: Búinn að spila vel og hef margt fram að færa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2018 13:00 Stefán á einu af stórmótum sínum með Íslandi. vísir/eva björk Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019 er hafinn. Fáir leikmenn mæta með jafn mikið sjálfstraust til leiks og Stefán Rafn Sigurmannsson. Hornamaðurinn knái leikur með Pick Szeged sem varð ungverskur meistari á dögunum. Szeged batt þá enda á 10 ára sigurgöngu Veszprém. „Þeir hafa verið númer eitt og enginn annar hefur komist að. Þannig að þetta er frábært fyrir félagið mitt og ungversku deildina,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Fréttablaðið fyrir landsliðsæfingu í Safamýrinni í gær. „Árið 2012 keypti nýr eigandi félagið og þá byrjaði þetta allt. Þá kom þjálfarinn [Juan Carlos Pastor] og byrjaði að leggja grunninn að þessu. Þetta hefur tekið tíma en félagið uppskar loksins núna og þetta er hrikalega sætt. Það er mikil gleði í bænum og ég held að það hafi verið partí í viku.“ Stefán Rafn kveðst afar ánægður í herbúðum Szeged. „Ég gerði tveggja ára samning og verð áfram. Mér líður ótrúlega vel þarna. Þetta er frábært félag og vel hugsað um mann.“ Stefán Rafn er himinlifandi með endurkomu Guðmundar Guðmundssonar í stól landsliðsþjálfara. „Hann er ótrúlega fær þjálfari og einn af þeim bestu í heiminum. Hann nær því besta fram hjá mönnum og þá verður liðið sjálfkrafa betra. Það er frábært að vera búnir að fá hann til baka,“ sagði Stefán Rafn. „Við erum með mikið af ungum strákum og maður er orðinn einn af þeim eldri í hópnum, 28 ára. Þessir strákar eru ótrúlega góðir og það er gott fyrir þá að fá svona góðan þjálfara sem heldur vel utan um þetta.“ Stefán Rafn var ekki með á síðustu tveimur stórmótum. Þrátt fyrir það gerir hann sér vonir um að vera í lokahópnum í leikjunum gegn Litháen sem verður kynntur á næstu dögum. „Já, algjörlega. Ég er búinn að spila mjög vel og hef margt fram að færa. Ég geri mér miklar vonir um það,“ sagði Stefán Rafn. – Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019 er hafinn. Fáir leikmenn mæta með jafn mikið sjálfstraust til leiks og Stefán Rafn Sigurmannsson. Hornamaðurinn knái leikur með Pick Szeged sem varð ungverskur meistari á dögunum. Szeged batt þá enda á 10 ára sigurgöngu Veszprém. „Þeir hafa verið númer eitt og enginn annar hefur komist að. Þannig að þetta er frábært fyrir félagið mitt og ungversku deildina,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Fréttablaðið fyrir landsliðsæfingu í Safamýrinni í gær. „Árið 2012 keypti nýr eigandi félagið og þá byrjaði þetta allt. Þá kom þjálfarinn [Juan Carlos Pastor] og byrjaði að leggja grunninn að þessu. Þetta hefur tekið tíma en félagið uppskar loksins núna og þetta er hrikalega sætt. Það er mikil gleði í bænum og ég held að það hafi verið partí í viku.“ Stefán Rafn kveðst afar ánægður í herbúðum Szeged. „Ég gerði tveggja ára samning og verð áfram. Mér líður ótrúlega vel þarna. Þetta er frábært félag og vel hugsað um mann.“ Stefán Rafn er himinlifandi með endurkomu Guðmundar Guðmundssonar í stól landsliðsþjálfara. „Hann er ótrúlega fær þjálfari og einn af þeim bestu í heiminum. Hann nær því besta fram hjá mönnum og þá verður liðið sjálfkrafa betra. Það er frábært að vera búnir að fá hann til baka,“ sagði Stefán Rafn. „Við erum með mikið af ungum strákum og maður er orðinn einn af þeim eldri í hópnum, 28 ára. Þessir strákar eru ótrúlega góðir og það er gott fyrir þá að fá svona góðan þjálfara sem heldur vel utan um þetta.“ Stefán Rafn var ekki með á síðustu tveimur stórmótum. Þrátt fyrir það gerir hann sér vonir um að vera í lokahópnum í leikjunum gegn Litháen sem verður kynntur á næstu dögum. „Já, algjörlega. Ég er búinn að spila mjög vel og hef margt fram að færa. Ég geri mér miklar vonir um það,“ sagði Stefán Rafn. –
Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira