Innlent

Milljarða fram­kvæmdir í Hvera­gerði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar af þeim 77 sem verði byggðar verði tilbúnar í haust.
Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar af þeim 77 sem verði byggðar verði tilbúnar í haust. Mynd/JÁVERK.

Í dag var tekin fyrsta skóflustungun af nýjum 77 íbúðum á svokölluðum Edenreit í Hveragerði. Íbúðirnar verða á tveimur til þremur hæðum og verður stærð þeirra frá 55-95 fermetrar.

„Þessar íbúðir eru afar áhugaverður kostur fyrir bæði þá sem vilja minnka við sig og barnafólk sem vill komast í sveita og gróðursæluna í Hveragerði“, segir Gísli Steinar Gíslason, stjórnarformaður Suðursala sem er verkkaupi.

Það voru þau Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri og Gísli Steinar Gíslason hjá Suðursölum sem tóku fyrstu skóflustunguna í dag að viðstöddum bæjarfulltrúum í Hveragerði og fasteignasala frá Byr fasteignasölunni í Hveragerði sem mun sjá um sölu íbúðanna. Vísir/Magnús Hlynur.

Jáverk á Selfossi mun byggja íbúðirnar en Jarðvinna og gatnagerð hefst á næstu vikum og unnið er að hönnun íbúðanna á meðan. Skipulagið gerir ráð fyrir að halda í Edensöguna með gróðri og gróðurhúsum á lóðinni. Fyrstu íbúðir gætu verið afhendar næsta haust. 

„Þetta er stærsta íbúðaverkefni sem unnið hefur verið í Hveragerði enda framkvæmd upp á um tvo milljarða króna“, segir Gylfi Gíslason hjá Jáverki.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri fagnar framkvæmdunum. „Það er mikil eftirspurn eftir húsnæði í Hveragerði og því er frábært að fá þessar nýju íbúðir í fjölbýlishúsum og raðhúsum fyrir fólk á öllum aldri. Það má segja að það hafi verið uppselt í Hveragerði síðustu tvö árin því ef það kemur hús á sölu þá selst það strax. Þetta mun vonandi breytast með nýju íbúðunum á Edenreitunum,“ segir Aldís.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.