Körfubolti

Ólöf Helga tekur við meisturum Hauka

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólöf Helga Pálsdóttir.
Ólöf Helga Pálsdóttir. vísir

Ólöf Helga Pálsdóttir er nýr þjálfari meistaraliðs Hauka í Dominos-deild kvenna í körfubolta en frá þessu er greint á Karfan.is.

Ingvar Þór Guðjónsson, sem gerði Hauka að Íslandsmeisturum í vor, ákvað að halda ekki áfram með liðið og því þurftu meistararnir að finna nýjan þjálfara.

Ólöf Helga stýrði Grindavík í 1. deildinni á síðustu leiktíð en hún hefur einnig verið mjög farsæll yngri flokka þjálfari hjá uppeldisfélaginu í Grindavík.

Fram kemur í frétt Körfunnar að 10. flokkur hennar hjá Grindavík hefur unnið 62 af síðustu 65 leikjum sínum og liðið unnið fjóra titla á síðustu þremur árum.

Ólöf Helga spilaði bæði fyrir Grindavík og Njarðvík á sínum leikmannaferli en hún varð Íslands- og bikarmeistari með Njarðvík árið 2012 en Njarðvíkingar lögðu þá einmitt Hauka í úrslitarimmu Íslandsmótsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.