Draumur að spila í Meistaradeildinni Hjörvar Ólafsson skrifar 17. maí 2018 08:30 Bjarki Már í leik með Füchse. vísir/getty Það er skammt stórra högga á milli hjá Bjarka Má Elíssyni og félögum hans hjá Füchse Berlin næstu daga. Liðið á leik gegn Hannover-Burgdorf í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld, en liðið er í harðri baráttu við Rhein-Neckar Löwen og Flensburg um þýska meistaratitilinn. Þá anda Magdeburg, Kiel og Hannover-Burgdorf ofan í hálsmálið á Füchse Berlin í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Á laugardaginn kemur mætir Füchse Berlin svo Göppingen í undanúrslitum EHF-keppninnar, en Bjarki Már og samherjar hans eiga harma að hefna frá síðasta ári þar sem Göppingen lagði Füchse Berlin að velli í úrslitaleik keppninnar. Bjarki Már segist hóflega bjartsýnn á það að lið hans verði þýskur meistari, en stefnan sé sett á að klára síðustu fjóra leiki deildarkeppninnar með sóma og sjá hverju það skilar. „Bæði Rhein-Neckar Löwen og Flensburg eiga frekar þægilega leikjadagskrá eftir og ég býst nú ekki við því að þau misstígi sig á lokasprettinum,“ sagði Bjarki Már í samtali við Fréttablaðið. „Ég hugsa að Rhein-Neckar Löwen klári þetta og verði meistarar, en við ætlum að sjálfsögðu að setja pressu á þau með því að hafa betur í þeim leikjum sem eftir eru. Ef við vinnum Hannover-Burgdorf þá erum við í góðri stöðu hvað varðar Meistaradeildarsæti. Mig hefur dreymt um það síðan ég var lítill strákur að leika í þeirri keppni og það væri gaman ef sá draumur yrði að veruleika,“ sagði Bjarki Már. „Það er hins vegar ekki klárt hvort Þýskaland fær tvö eða þrjú sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, þar sem forráðamenn þýsku deildarkeppninnar og Meistaradeildarinnar eiga í deilum þessa stundina um leikdaga og sjónvarpsréttindi. Við getum hins vegar lítið gert í því og það eina sem við getum gert er að hafna eins ofarlega og mögulegt er.“ Bjarki Már kveðst spenntur fyrir úrslitahelgi EHF-bikarsins. „Það hefur verið þétt dagskrá undanfarið og það heldur áfram. Strax eftir leikinn gegn Hannover-Burgdorf þá höldum við til Magdeburg og freistum þess að sækja EHF-bikarinn,“ sagði Bjarki Már. „Við mætum Göppingen í undanúrslitum sem hafði af okkur þennan titil í fyrra með því að vinna okkur í úrslitaleik. Við ætlum klárlega að fara alla leið að þessu sinni. Ef við myndum vinna EHF-bikarinn og tryggja okkur sæti í Meistaradeild Evrópu getum við mjög vel við unað að mínu mati. Það væri hins vegar enn betra ef við næðum að landa þeim stóra, það er þýska meistaratitlinum,“ sagði Bjarki Már.“ Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Bjarka Má Elíssyni og félögum hans hjá Füchse Berlin næstu daga. Liðið á leik gegn Hannover-Burgdorf í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld, en liðið er í harðri baráttu við Rhein-Neckar Löwen og Flensburg um þýska meistaratitilinn. Þá anda Magdeburg, Kiel og Hannover-Burgdorf ofan í hálsmálið á Füchse Berlin í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Á laugardaginn kemur mætir Füchse Berlin svo Göppingen í undanúrslitum EHF-keppninnar, en Bjarki Már og samherjar hans eiga harma að hefna frá síðasta ári þar sem Göppingen lagði Füchse Berlin að velli í úrslitaleik keppninnar. Bjarki Már segist hóflega bjartsýnn á það að lið hans verði þýskur meistari, en stefnan sé sett á að klára síðustu fjóra leiki deildarkeppninnar með sóma og sjá hverju það skilar. „Bæði Rhein-Neckar Löwen og Flensburg eiga frekar þægilega leikjadagskrá eftir og ég býst nú ekki við því að þau misstígi sig á lokasprettinum,“ sagði Bjarki Már í samtali við Fréttablaðið. „Ég hugsa að Rhein-Neckar Löwen klári þetta og verði meistarar, en við ætlum að sjálfsögðu að setja pressu á þau með því að hafa betur í þeim leikjum sem eftir eru. Ef við vinnum Hannover-Burgdorf þá erum við í góðri stöðu hvað varðar Meistaradeildarsæti. Mig hefur dreymt um það síðan ég var lítill strákur að leika í þeirri keppni og það væri gaman ef sá draumur yrði að veruleika,“ sagði Bjarki Már. „Það er hins vegar ekki klárt hvort Þýskaland fær tvö eða þrjú sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, þar sem forráðamenn þýsku deildarkeppninnar og Meistaradeildarinnar eiga í deilum þessa stundina um leikdaga og sjónvarpsréttindi. Við getum hins vegar lítið gert í því og það eina sem við getum gert er að hafna eins ofarlega og mögulegt er.“ Bjarki Már kveðst spenntur fyrir úrslitahelgi EHF-bikarsins. „Það hefur verið þétt dagskrá undanfarið og það heldur áfram. Strax eftir leikinn gegn Hannover-Burgdorf þá höldum við til Magdeburg og freistum þess að sækja EHF-bikarinn,“ sagði Bjarki Már. „Við mætum Göppingen í undanúrslitum sem hafði af okkur þennan titil í fyrra með því að vinna okkur í úrslitaleik. Við ætlum klárlega að fara alla leið að þessu sinni. Ef við myndum vinna EHF-bikarinn og tryggja okkur sæti í Meistaradeild Evrópu getum við mjög vel við unað að mínu mati. Það væri hins vegar enn betra ef við næðum að landa þeim stóra, það er þýska meistaratitlinum,“ sagði Bjarki Már.“
Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira