Bestu lífeyrissjóðir skila fjórfalt meiri ávöxtun en hinir lökustu Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2018 06:00 Himin og haf getur verið á milli ávöxtunar lífeyrissjóðanna. Vísir/valli Sjötíu prósent lífeyrissjóða á Íslandi hafa ekki náð þeirri ávöxtun til langs tíma sem sjóðirnir hafa sett sér að markmiði. Þetta sýnir ný greining sem Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, hafa gert. Markmið sjóðanna er að ná til lengri tíma litið 3,5 prósenta meðalraunávöxtun. Þeir Hallgrímur og Gylfi hafa rýnt í gögn allra lífeyrissjóðanna í talnaefni ársreikningabóka Fjármálaeftirlitsins frá ársbyrjun 1997 til ársloka 2016. Tekið var tillit til sameininga sem átt hafa sér stað. Árið 1997 voru þetta 50 sjóðir en í dag hefur þeim fækkað með sameiningum í 27 lífeyrissjóði.Niðurstöður voru að af 27 sjóðum sem starfandi eru á Íslandi séu einungis átta sem skila meira en 3,5 prósenta meðalávöxtun yfir tímabilið. Í grein sem þeir Hallgrímur og Gylfi skrifa og birt er á blaðsíðu 11 í Fréttablaðinu í dag kemur fram að sá sem skilar mestu er með 6,16 prósenta meðalraunávöxtun. Sá sem er með minnstu ávöxtunina er hins vegar einungis með 1,25 prósent. „Á þessu 20 ára tímabili var ávöxtun þess sjóðs sem náði bestum árangri að þessu leyti nær ferfalt hærri en hjá þeim sjóði sem skilaði lakastri ávöxtun. Hvert prósentustig í meðalávöxtun yfir langan tíma hefur mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur er að lokum og bendir allt því til þess að fólk muni búa við nokkuð misjöfn kjör á eftirlaunaárum vegna mismikillar ávöxtunar sjóða,“ segja þeir Hallgrímur og Gylfi.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsinsÞeir benda á að ávöxtun í fortíð sé vissulega ekki ávísun á örugga ávöxtun í framtíðinni en þó hljóti þessar upplýsingar að teljast mikilvægur liður í því að auka gagnsæi, enda séu landsmenn allir skyldaðir til að greiða í sjóðina. „Stór hluti launþega hefur ekki beint val um það í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða heldur renna iðgjöld einfaldlega í þann lífeyrissjóð sem verkalýðsfélag hvers og eins hefur valið,“ segir einnig í greininni. Íhuga þurfi að leyfa launafólki að greiða í nokkra sjóði til að dreifa áhættu. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist hlynntur auknu valfrelsi í lífeyrismálum. „Það skiptir mjög miklu máli að sjóðirnir búi við sterkt og gott aðhald og auðvitað er aðhaldið mest ef sjóðfélagar geta valið að skipta um sjóð ef þeir eru óánægðir með ávöxtun sjóðsins til langs tíma litið,“ segir Þorsteinn. Eðlilegt sé að fólk hafi meira um það að segja hvar fjármagn þess er ávaxtað. Áður en opnað væri á valfrelsi í aðild að lífeyrissjóðum þyrfti þó að jafna örorkubyrði milli sjóða. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Sjötíu prósent lífeyrissjóða á Íslandi hafa ekki náð þeirri ávöxtun til langs tíma sem sjóðirnir hafa sett sér að markmiði. Þetta sýnir ný greining sem Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, hafa gert. Markmið sjóðanna er að ná til lengri tíma litið 3,5 prósenta meðalraunávöxtun. Þeir Hallgrímur og Gylfi hafa rýnt í gögn allra lífeyrissjóðanna í talnaefni ársreikningabóka Fjármálaeftirlitsins frá ársbyrjun 1997 til ársloka 2016. Tekið var tillit til sameininga sem átt hafa sér stað. Árið 1997 voru þetta 50 sjóðir en í dag hefur þeim fækkað með sameiningum í 27 lífeyrissjóði.Niðurstöður voru að af 27 sjóðum sem starfandi eru á Íslandi séu einungis átta sem skila meira en 3,5 prósenta meðalávöxtun yfir tímabilið. Í grein sem þeir Hallgrímur og Gylfi skrifa og birt er á blaðsíðu 11 í Fréttablaðinu í dag kemur fram að sá sem skilar mestu er með 6,16 prósenta meðalraunávöxtun. Sá sem er með minnstu ávöxtunina er hins vegar einungis með 1,25 prósent. „Á þessu 20 ára tímabili var ávöxtun þess sjóðs sem náði bestum árangri að þessu leyti nær ferfalt hærri en hjá þeim sjóði sem skilaði lakastri ávöxtun. Hvert prósentustig í meðalávöxtun yfir langan tíma hefur mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur er að lokum og bendir allt því til þess að fólk muni búa við nokkuð misjöfn kjör á eftirlaunaárum vegna mismikillar ávöxtunar sjóða,“ segja þeir Hallgrímur og Gylfi.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsinsÞeir benda á að ávöxtun í fortíð sé vissulega ekki ávísun á örugga ávöxtun í framtíðinni en þó hljóti þessar upplýsingar að teljast mikilvægur liður í því að auka gagnsæi, enda séu landsmenn allir skyldaðir til að greiða í sjóðina. „Stór hluti launþega hefur ekki beint val um það í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða heldur renna iðgjöld einfaldlega í þann lífeyrissjóð sem verkalýðsfélag hvers og eins hefur valið,“ segir einnig í greininni. Íhuga þurfi að leyfa launafólki að greiða í nokkra sjóði til að dreifa áhættu. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist hlynntur auknu valfrelsi í lífeyrismálum. „Það skiptir mjög miklu máli að sjóðirnir búi við sterkt og gott aðhald og auðvitað er aðhaldið mest ef sjóðfélagar geta valið að skipta um sjóð ef þeir eru óánægðir með ávöxtun sjóðsins til langs tíma litið,“ segir Þorsteinn. Eðlilegt sé að fólk hafi meira um það að segja hvar fjármagn þess er ávaxtað. Áður en opnað væri á valfrelsi í aðild að lífeyrissjóðum þyrfti þó að jafna örorkubyrði milli sjóða.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira