Viðskipti innlent

Seðlabankinn greiddi 800 milljónir vegna útboða

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Þjónustugjöld Seðlabankans hækkuðu um 55 prósent í fyrra.
Þjónustugjöld Seðlabankans hækkuðu um 55 prósent í fyrra. Vísir/ANton
Seðlabanki Íslands greiddi á síðasta ári ríflega 793 milljónir króna í gjöld vegna gjaldeyrisútboða sem tengdust aflandskrónuútboði bankans, að því er fram kemur í ársreikningi bankans. Til samanburðar greiddi bankinn 121 milljón króna í gjöld vegna gjaldeyrisútboða árið 2016.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er einkum um að ræða uppgjörskostnað vegna af­lands­krónu­viðskipta bankans á árinu.

Bankinn keypti aflandskrónueignir fyrir samtals 112,4 milljarða króna í fyrra. Eftir umrædd viðskipti nema af­landskrónueignir um 3,5 prósentum af vergri landsframleiðslu, en til samanburðar var hlutfallið um 40 prósent árið 2009.

Þjónustugjöld bankans námu 1,4 milljörðum króna í fyrra og hækkuðu um 55 prósent á milli ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×