Körfubolti

Jón tekur við kvennaliði Keflavíkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Guðmundsson að störfum sem dómari. Hann verður hins vegar í sporum þjálfara næsta vetur.
Jón Guðmundsson að störfum sem dómari. Hann verður hins vegar í sporum þjálfara næsta vetur. Vísir/Anton

Jón Guðmundsson mun taka við af Sverri Þór Sverrissyni sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Þetta tilkynnti félagið í kvöld.

Sverrir Þór hefur verið þjálfari kvennaliðs Keflavíkur síðustu ár en Keflavík greindi frá því fyrr í mánuðinum að hann og Jón myndu taka við karlaliði Keflavíkur af Friðriki Inga Rúnarssyni.

Í kvöld sendi félagið svo frá sér tilkynningu þar sem segir að Jón verði þjálfari meistaraflokks kvenna.

Jón hefur verið öflugur þjálfari yngri flokka um árabil ásamt því að vera í hópi bestu körfuboltadómara landsins.

Keflavík var ríkjandi Íslands- og bikarmeistari fyrir þetta tímabil. Keflavík varði bikartitilinn en datt út í undanúrslitum Domino's deildar kvenna þar sem Valur hafði betur 3-1.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.