„Ætlum að taka sigra í þessari Evrópukeppni“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. mars 2018 11:30 Axel Stefánsson. vísir/stefán Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar mikilvægan leik við Slóveníu í undankeppni EM 2018 í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undarkeppninni og þar af fékk liðið stóran skell gegn Dönum í síðasta leik í Höllinni. Því verður liðið að ná að minnsta kosti í stig, helst tvö, í leiknum í kvöld. „Það er alltaf þannig að við ætlum að vinna alla leiki sem við förum í. Við erum að byggja upp liðið og tökum það skref fyrir skref,“ sagði Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi HSÍ fyrir leikinn í kvöld. „Mikilvægast er að við sýnum framfarir og spilum betri leik. Þá hef ég fulla trú á að úrslitin komi og við náum að vinna.“Ana Gros spilar fyrir franska liðið Metzvísir/gettySlóvenar eru með sterkt lið sem vann meðal annars Frakkland í fyrsta leik sínum á HM í desember síðast liðnum, en Frakkar unnu það mót og urðu Heimsmeistarar. „Þær eru með gríðarlega góða hægri skyttu í Ana Gros og við verðum að stoppa hana. Hún er með rúmlega 9 mörk á meðaltali í leik á síðasta HM þannig að það verður lykilþátturinn að stoppa hana varnarlega.“ „Svo verðum við að fá hraðaupphlaupsmörk og ná að hreyfa þær sóknarlega svo við komumst í góð skotfæri og nýta svo færin þegar þau koma. Það er uppskriftin; góð vörn, hraðaupphlaup og nýta færin.“ Karen Knútsdóttir, einn reynslumesti leikmaður liðsins, er komin aftur í liðið eftir meiðsli og stórskytta Olís deildarinnar ,Ragnheiður Júlíusdóttir, sem gaf ekki kost á sér í síðasta verkefni er í liðinu. „Góðir leikmenn sem koma þarna inn. Það eru margar ungar og Karen kemur með góða reynslu inn í ungt lið. Ragnheiður er einn af okkar ungu og efnilegu leikmönnum með hörku góð skot þannig að þær gefa okkur virkilega mikið og gefa okkur nýja möguleika sóknarlega.“Karen Knútsdóttir var í liði Íslands sem spilaði á síðasta stórmóti í Serbíu fyrir rúmum fimm árumMynd/StefánÍsland komst síðast í lokakeppni stórmót á EM í Serbíu 2012. Það var þriðja stórmótið í röð, stelpurnar höfðu einnig verið á HM í Brasilíu 2011 og EM 2010. Síðan þá hefur lítið gengið hjá íslenska liðinu og var Ísland í 4. og lakasta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla undankeppninnar. „Þetta snýst bara um vinnu. Breiddin eykst gríðarlega í kvennahandboltanum og það eru fleiri og fleiri þjóðir sem verða betri.“ „Við eigum margar ungar stelpur sem æfa vel og eru að gera góða hluti hérna í Olís deildinni. Margir spennandi leikir sem leikmenn fá reynslu af að spila í og við þurfum að byggja þetta skref fyrir skref.“ „Maður nær aldrei neinum hástökkum í þessu, þetta er endalaus vinna og þá kemur árangurinn.“ „Við höfum breytt varnarleiknum okkar og svo erum við að vinna með útfærslu á sóknarleiknum og það tekur tíma. Ég held þetta komi allt saman, við höfum okkar stefnu og ætlum að taka sigra í þessari Evrópukeppni. Svo verður bara að sjá hvort það verði nóg til að komast eitthvað áfram.“ „Svo koma ný mót ár eftir ár og það er mikilvægt að við tökum skref fyrir skref upp þar,“ sagði Axel Stefánsson. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 19:30 í Laugardalshöll og er frír aðgangur fyrir alla aldurshópa. Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar mikilvægan leik við Slóveníu í undankeppni EM 2018 í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undarkeppninni og þar af fékk liðið stóran skell gegn Dönum í síðasta leik í Höllinni. Því verður liðið að ná að minnsta kosti í stig, helst tvö, í leiknum í kvöld. „Það er alltaf þannig að við ætlum að vinna alla leiki sem við förum í. Við erum að byggja upp liðið og tökum það skref fyrir skref,“ sagði Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi HSÍ fyrir leikinn í kvöld. „Mikilvægast er að við sýnum framfarir og spilum betri leik. Þá hef ég fulla trú á að úrslitin komi og við náum að vinna.“Ana Gros spilar fyrir franska liðið Metzvísir/gettySlóvenar eru með sterkt lið sem vann meðal annars Frakkland í fyrsta leik sínum á HM í desember síðast liðnum, en Frakkar unnu það mót og urðu Heimsmeistarar. „Þær eru með gríðarlega góða hægri skyttu í Ana Gros og við verðum að stoppa hana. Hún er með rúmlega 9 mörk á meðaltali í leik á síðasta HM þannig að það verður lykilþátturinn að stoppa hana varnarlega.“ „Svo verðum við að fá hraðaupphlaupsmörk og ná að hreyfa þær sóknarlega svo við komumst í góð skotfæri og nýta svo færin þegar þau koma. Það er uppskriftin; góð vörn, hraðaupphlaup og nýta færin.“ Karen Knútsdóttir, einn reynslumesti leikmaður liðsins, er komin aftur í liðið eftir meiðsli og stórskytta Olís deildarinnar ,Ragnheiður Júlíusdóttir, sem gaf ekki kost á sér í síðasta verkefni er í liðinu. „Góðir leikmenn sem koma þarna inn. Það eru margar ungar og Karen kemur með góða reynslu inn í ungt lið. Ragnheiður er einn af okkar ungu og efnilegu leikmönnum með hörku góð skot þannig að þær gefa okkur virkilega mikið og gefa okkur nýja möguleika sóknarlega.“Karen Knútsdóttir var í liði Íslands sem spilaði á síðasta stórmóti í Serbíu fyrir rúmum fimm árumMynd/StefánÍsland komst síðast í lokakeppni stórmót á EM í Serbíu 2012. Það var þriðja stórmótið í röð, stelpurnar höfðu einnig verið á HM í Brasilíu 2011 og EM 2010. Síðan þá hefur lítið gengið hjá íslenska liðinu og var Ísland í 4. og lakasta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla undankeppninnar. „Þetta snýst bara um vinnu. Breiddin eykst gríðarlega í kvennahandboltanum og það eru fleiri og fleiri þjóðir sem verða betri.“ „Við eigum margar ungar stelpur sem æfa vel og eru að gera góða hluti hérna í Olís deildinni. Margir spennandi leikir sem leikmenn fá reynslu af að spila í og við þurfum að byggja þetta skref fyrir skref.“ „Maður nær aldrei neinum hástökkum í þessu, þetta er endalaus vinna og þá kemur árangurinn.“ „Við höfum breytt varnarleiknum okkar og svo erum við að vinna með útfærslu á sóknarleiknum og það tekur tíma. Ég held þetta komi allt saman, við höfum okkar stefnu og ætlum að taka sigra í þessari Evrópukeppni. Svo verður bara að sjá hvort það verði nóg til að komast eitthvað áfram.“ „Svo koma ný mót ár eftir ár og það er mikilvægt að við tökum skref fyrir skref upp þar,“ sagði Axel Stefánsson. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 19:30 í Laugardalshöll og er frír aðgangur fyrir alla aldurshópa.
Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira