Glamour

Vertu með flugvallarstílinn á hreinu

Ritstjórn skrifar
Rita Ora
Rita Ora Glamour/Getty

Vegna páskanna eru margir að fara í ferðalög, og gott að vera með flugvallarstílinn á hreinu. Aðalatriðið eru að sjálfsögðu þægindi, og þá aðallega þægilegir skór. Fáum innblástur og hugmyndir frá fólkinu sem ferðast hvað mest hér fyrir neðan, en hafðu þessi atriði í huga:

Þægilegir skór eru númer eitt, tvö og þrjú. Skórnir mega alls ekki vera of þröngir, og það á að vera auðvelt að klæða sig í þá og úr. Íþróttaskór eru frábær kostur.

Létta kápu er sniðugt að taka með sér, sem þú getur haldið á þegar þér verður of heitt og notað yfir þig í vélinni.

Það er einnig góð hugmynd að hafa klút, þar sem maður veit aldrei hvernig hitastigið í flugvélinni verður.

Góða ferð! 

Nicole Richie
Heidi Klum
Elle Fanning
Rita Ora
Gigi Hadid
Kate Bosworth
Kourtney Kardashian
Chloé Sevingny


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.