Handbolti

Alfreð og félagar unnu Ljónin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Vísir/Getty
Alfreð Gíslason hafði betur í Íslendingaslag í þýsku Bundesligunni í handbolta í kvöld.

Alfreð og lærisveinar hans í liði Kiel tóku á móti Íslendingaliði Rhein-Neckar Löwen. Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru báðir í leikmannahóp Löwen.

Alexander átti fyrsta mark leiksins þegar hann kom Löwen yfir eftir rúma 1 og hálfa mínútu af leiknum. Eftir að jafnt var 3-3 skoruðu heimamenn í Kiel næstu sex mörk og komust í 9-3.

Eftir það var í raun aldrei aftur snúið fyrir Löwen. Hálfleikstölur voru 17-9 og Kiel komst í 19-10 í upphafi seinni hálfleiks. Svo fór að Kiel vann fimm marka sigur, 27-22.

Alexander átti 3 mörk í leiknum og Guðjón Valur fjögur. Niclas Ekberg var markahæstur hjá Kiel með 6 mörk.

Löwen er á toppi deildarinnar með 42 stig. Keil situr í 6. sæti með 35 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×