Handbolti

Kristianstad byrjar 16-liða úrslitin illa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar í leik með Kristianstad.
Gunnar í leik með Kristianstad. vísir/getty
Kristianstad tapaði á heimavelli fyrir Flensburg í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad og Gunnar Steinn Jónsson 1, en sænsku meistaraefnin töpuðu leiknum 22-26 á heimavelli sínum.

Kristianstad hafði verið einu marki yfir, 12-11, í hálfleik.

Rhein-Neckar Löwen steinlá fyrir Kielce en Löwen þurfti að senda varalið sitt til leiks þar sem liðið átti stórleik gegn Kiel í þýsku deildinni á sama tíma. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem leikir Löwen í deildinni og Meistaradeild skarast.

Nantes vann stórsigur á Brest, 24-32, á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×