Handbolti

Rúnar Kárason og félagar unnu Íslendingaslaginn

Dagur Lárusson skrifar
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason. vísir/getty
Rúnar Kárason og félagar í Hannover-Burgdorf höfðu betur gegn Ragnari Jóhannssyni og félögum í Huttenberg í þýska handboltanum í dag.

Það var jafnræði með liðunum til að byrja með en Hannover var þó yfirleitt með forystuna og var staðan 13-10 fyrir Hannover í hálfleiknum.

Í seinni hálfleiknum fór Hannover smátt og smátt að auka forystu sína og þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum var staðan orðin 24-14 fyrir Hannover.

Hannover vann að lokum sannfærandi tíu marka sigur 29-19 en eftir leikinn er liðið í fjórða sæti deildarinnar með 39 stig, einu stigi á eftir Fuchse Berlin. Liðsmenn Huttenberg eru hinsvegar ekki í góðum málum en Huttenberg situr í næstneðsta sæti með 10 stig.

Ragnar Jóhannson skoraði tvö mörk fyrir Huttenberg á meðan Rúnar skoraði eitt fyrir Hannover en markahæsti maður leiksins var Casper Mortensen í liði Hannover með sjö mörk.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit úr leikjum dagsins.

Leipzig 24-24 Stuttgart

Melsungen 27-16 N-Lubbecke

Hannover-Burgdorf 29-19 Huttenberg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×