Handbolti

Aron með tvö mörk í tapi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron í leik með Barcelona.
Aron í leik með Barcelona. vísir/getty
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona töpuðu fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Barcelona sótti franska liðið Montpellier heim og var jafnt eftir fyrri hálfleik, 13-13. Leikurinn var nokkuð jafn en heimamenn alltaf með yfirhöndina.

Svo fór að Montpellier vann þriggja marka sigur, 28-25. Aron skoraði 2 mörk í 3 skotum.

Skjern fór létt með ungverska liðið Veszprém í Danmörku. Fjórum mörkum munaði í hálfleik 17-13 og fór danska liðið með sjö marka sigur, 32-25.

Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað hjá Skjern.

Seinni leikur þessra einvíga fer fram á Spáni 31. mars næst komandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×