Neikvæð tíu marka sveifla á fjórum dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2018 15:30 Íslenska liðið átti í miklum vandræðum í sókninni í leiknum gegn Slóveníu í Celje í gær. Fréttablaðið/Ernir Eftir jafntefli, 30-30, og fína frammistöðu gegn Slóveníu á miðvikudaginn tapaði íslenska kvennalandsliðið í handbolta illa fyrir sama liði, 28-18, í Celje í gær. Ísland er því áfram með eitt stig í sínum riðli í undankeppni EM 2018. „Við spiluðum mjög vel á miðvikudaginn þar sem sóknarleikurinn gekk virkilega vel. Við byrjuðum ekki nógu vel í dag [í gær] og vorum ekki nógu áræðnar og náðum ekki að færa þær til eins og við óskuðum okkur. Við stoppuðum of snemma í fyrstu eða annarri árás í staðinn fyrir að gera fleiri árásir og eiga möguleika á að opna stærri svæði,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið. „Við misstum boltann klaufalega og þetta var svona Hawaii-handbolti eins og maður segir stundum.“ Íslenska liðið var fimm mörkum undir í hálfleik, 15-10, þrátt fyrir frábæra frammistöðu Hafdísar Renötudóttur í markinu. Hún varði 11 skot í fyrri hálfleiknum, eða 42% þeirra skota sem hún fékk á sig. „Við vorum einni fleiri í lokasókninni í fyrri hálfleik en klikkum á sendingu og þær skora. Í staðinn fyrir að minnka muninn í þrjú mörk juku þær hann í fimm mörk. Það er mjög dýrt í svona leik. Við þurfum að læra af þessu,“ segir Axel og bætir við að íslenska liðið þurfi að geta tæklað stressið betur þegar það spilar á erfiðum útivöllum. „Við þurfum að fara yfir það hvað við hefðum getað spilað öðruvísi og af hverju við nýtum ekki þau færi sem við fengum. Við spiluðum ekki nógu vel úr því sem við lögðum upp með og þegar við gerðum það kláruðum við ekki færin okkar nógu vel,“ segir Axel. En sér hann eitthvað jákvætt við leikinn, þrátt fyrir 10 marka tap? „Maður getur alltaf grafið upp eitthvað jákvætt. Við komum ágætlega út úr þessu hvað vörnina varðar og fáum nokkuð góða markvörslu í gegnum leikinn. Þetta fer inn á reynslubankann hjá ungu liði,“ svarar Axel. Ísland á eftir að mæta Tékklandi og Danmörku í undankeppninni. Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Eftir jafntefli, 30-30, og fína frammistöðu gegn Slóveníu á miðvikudaginn tapaði íslenska kvennalandsliðið í handbolta illa fyrir sama liði, 28-18, í Celje í gær. Ísland er því áfram með eitt stig í sínum riðli í undankeppni EM 2018. „Við spiluðum mjög vel á miðvikudaginn þar sem sóknarleikurinn gekk virkilega vel. Við byrjuðum ekki nógu vel í dag [í gær] og vorum ekki nógu áræðnar og náðum ekki að færa þær til eins og við óskuðum okkur. Við stoppuðum of snemma í fyrstu eða annarri árás í staðinn fyrir að gera fleiri árásir og eiga möguleika á að opna stærri svæði,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið. „Við misstum boltann klaufalega og þetta var svona Hawaii-handbolti eins og maður segir stundum.“ Íslenska liðið var fimm mörkum undir í hálfleik, 15-10, þrátt fyrir frábæra frammistöðu Hafdísar Renötudóttur í markinu. Hún varði 11 skot í fyrri hálfleiknum, eða 42% þeirra skota sem hún fékk á sig. „Við vorum einni fleiri í lokasókninni í fyrri hálfleik en klikkum á sendingu og þær skora. Í staðinn fyrir að minnka muninn í þrjú mörk juku þær hann í fimm mörk. Það er mjög dýrt í svona leik. Við þurfum að læra af þessu,“ segir Axel og bætir við að íslenska liðið þurfi að geta tæklað stressið betur þegar það spilar á erfiðum útivöllum. „Við þurfum að fara yfir það hvað við hefðum getað spilað öðruvísi og af hverju við nýtum ekki þau færi sem við fengum. Við spiluðum ekki nógu vel úr því sem við lögðum upp með og þegar við gerðum það kláruðum við ekki færin okkar nógu vel,“ segir Axel. En sér hann eitthvað jákvætt við leikinn, þrátt fyrir 10 marka tap? „Maður getur alltaf grafið upp eitthvað jákvætt. Við komum ágætlega út úr þessu hvað vörnina varðar og fáum nokkuð góða markvörslu í gegnum leikinn. Þetta fer inn á reynslubankann hjá ungu liði,“ svarar Axel. Ísland á eftir að mæta Tékklandi og Danmörku í undankeppninni.
Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira