Buffalo skórnir snúa aftur Ritstjórn skrifar 27. mars 2018 03:45 Glamour/Skjáskot Ljótu strigaskórnir hafa verið áberandi þetta árið, þar sem maður er varla hættur að vera hissa yfir því sem tískuhúsin sum hafa sent frá sér. Vinsælustu skórnir í dag eru frá Balenciaga og Louis Vuitton, þar sem botninn og skórinn sjálfur er alveg í það stærsta. Buffalo-skórnir sem margir muna eftir, og flestir með hrylling, eru á leiðinni aftur. Í tilkynningu frá breska skófyrirtækinu er auglýsingaherferð með stjörnum eins og Ruby Aldridge og Aleali May, þar sem skórnir birtast í allri sinni dýrð. Stíliseringin minnir svolítið á tíunda áratuginn, en þá voru þeir einmitt sem vinsælastir. Hljómsveitin Spice Girls gerði þá einmitt svo vinsæla á sínum tíma, en þar sem þær eru að koma aftur sama þá er spurning hvort að þetta verði skóbúnaðurinn þeirra. Skórnir verða framleiddir í takmörkuðu upplagi, og verða nokkrar útgáfur. Skórnir verða seldir í verslunum eins og Farfetch, Louisa Via Roma og Opening Ceremony. Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Nærbuxur sem draga í sig blóði Glamour Íþróttalína Beyonce slær í gegn Glamour Gwyneth Paltrow guðdómleg í Gucci Glamour Túperað hár hjá Miu Miu Glamour Það má alveg láta sig dreyma Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Kim Kardashian lýsir árásinni í smáatriðum Glamour Ryan Gosling og Eva Mendes giftu sig í leyni Glamour
Ljótu strigaskórnir hafa verið áberandi þetta árið, þar sem maður er varla hættur að vera hissa yfir því sem tískuhúsin sum hafa sent frá sér. Vinsælustu skórnir í dag eru frá Balenciaga og Louis Vuitton, þar sem botninn og skórinn sjálfur er alveg í það stærsta. Buffalo-skórnir sem margir muna eftir, og flestir með hrylling, eru á leiðinni aftur. Í tilkynningu frá breska skófyrirtækinu er auglýsingaherferð með stjörnum eins og Ruby Aldridge og Aleali May, þar sem skórnir birtast í allri sinni dýrð. Stíliseringin minnir svolítið á tíunda áratuginn, en þá voru þeir einmitt sem vinsælastir. Hljómsveitin Spice Girls gerði þá einmitt svo vinsæla á sínum tíma, en þar sem þær eru að koma aftur sama þá er spurning hvort að þetta verði skóbúnaðurinn þeirra. Skórnir verða framleiddir í takmörkuðu upplagi, og verða nokkrar útgáfur. Skórnir verða seldir í verslunum eins og Farfetch, Louisa Via Roma og Opening Ceremony.
Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Nærbuxur sem draga í sig blóði Glamour Íþróttalína Beyonce slær í gegn Glamour Gwyneth Paltrow guðdómleg í Gucci Glamour Túperað hár hjá Miu Miu Glamour Það má alveg láta sig dreyma Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Kim Kardashian lýsir árásinni í smáatriðum Glamour Ryan Gosling og Eva Mendes giftu sig í leyni Glamour