Handbolti

Íslendingaliðin hjálpuðust að er Skjern varð deildarmeistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tandri í leik með íslenska landsliðinu í handbolta.
Tandri í leik með íslenska landsliðinu í handbolta. vísir/anton
Tandri Már Konráðsson skoraði eitt mark er Skjern varð deildarmeistari eftir sex marka sigur, 27-21, á HC Midtjylland. Annað Íslendingarlið hjálpaði Skjern að klára titilinn.

Álaborg vann GOG á sama tíma og Skjern þurfti því að klára sinn leik. Það gerðu þeir en Skjern var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10. Nú hefst baráttan um meistaratitilinn en þetta var deildarmeistaratitillinn.  

Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Álaborg sem hjálpaði Skjern að verða deildarmeistari. Álaborg vann 27-25 sigur á GOG en Aron Kristjánsson þjálfar Álaborg. Álaborg endar í fimmta sæti og fer í úrslitakeppnina.

Ómar Ingi Magnúsosn skoraði esx mörk og Róbert Gunnarsson tvö er Århus steinlá gegn Bjerringbro-Silkeborg, 38-28. Tapið varð til þess að Árósar-liðið fer ekki í úrslitakeppni á innbyrðisviðureign gegn Mors-Thy sem endaði með jafn mörg stig. Grátlegt.

Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk fyrir Team Tvis Holstebro í fimm marka tapi gegn Nordsjælland, 27-22. Team Tvis endar í fimmta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×