Körfubolti

Jón Axel í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Davidson háskólaliðinu unnu Atlantic 10 deildina í körfubolta í kvöld.

Davidson var fjórum stigum undir þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum 52-56 en vann svo leikinn með einu stigi 58-57.

Jón Axel setti tvö vítaskot og minnkaði muninn í tvö stig og átti mikilvægan stolinn bolta þegar Davidson var einu stigi undir. Hann skoraði samtals 9 stig, átti 4 stoðsendingar og 7 fráköst.Sigurinn þýðir að Davidson verður eitt af liðunum sem keppa í „March Madness,“ úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans.

Í úrslitakeppnina komast 64 lið. 32 tryggja sér sæti með því að vinna sína deild, eins og Davidson gerði, en hin fá boð um sæti í úrslitunum. Átta lið þurfa að keppa um fjögur laus sæti í 64 liða úrslitunum.

Liðunum 64 er svo deilt í fjóra hluta af 16 liðum sem keppa í útsláttarkeppni. Það kemur í ljós í kvöld hvar Davidson spilar og á móti hverjum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.