„Horfið á hvernig verið er að fara með þessa konu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2018 08:06 Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Rannveig Rist voru meðal þeirra sem deildu reynslu sinni á degi Ungra Athafnakvenna. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Íslendingar eigi að fylkja sér að baki Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs. Tilefnið eru fréttir af því að Katrín hafi verið felld í stjórnarkjöri Icelandair fyrir helgi, en hún hafði setið í stjórn félagsins frá árinu 2009. Hópur hluthafa er sagður hafa verið ósáttur við þá ákvörðun Katrínar að selja hlut sinn í Icelandair Group árið 2016 og því hafi hún ekki hlotið endurkjör. Steinunn Valdís tók þátt í umræðum á vegum Ungra athafnakvenna sem fram fóru í Hörpu á laugardag. Í máli sínu tæpti hún á fyrrnefndu stjórnarkjöri sem hún sagði vera „æpandi dæmi“ um misréttið sem hún segir þrífast í íslensku viðskiptalífi. „Það var enginn að tala um það karlar hefðu selt hlutabréf á svipuðum tíma, forstjórar Haga eða hverjir sem það eru þarna úti. Hún bara lá vel við höggi,“ segir Steinunn Valdís.„Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur?“ Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF, tók í sama streng á bloggsíðu sinni í gær þar sem hún útlistaði sölur karlkyns stjórnenda á hlutabréfum á síðustu árum. Dæmin sem Margrét tekur eru: 2015: Stjórnarformaður Nýherja selur hlutabréf fyrir 130 milljónir 2016: Stjórnarmaður í Marel selur fyrir 124 milljónir 2016: Helstu stjórnendur Haga selja fyrir hundruð millljóna 2017: Helstu stjórnendur og stjórnarmenn N1 selja fyrir hundruð milljóna 2017: Stjórnarformaður TM selur fyrir 172 milljónir „Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur fyrir 9 milljónir sem er örhlutur í samanburði við upphæð strákanna?“ spurði Margrét og bætti við að „áhugavert [verði] að fylgjast með hvort að sala strákanna muni hafa áhrif á stöðu þeirra.“Katrín Olga hafi ógnað Steinunn Valdís telur að Katrín hljóti þessa meðferð ekki síst vegna þess að „hún er að ógna. Hún er komin í gegnum glerþakið,“ eins og Steinunn orðaði það. Katrín hafi til að mynda talað fyrir því að konur í viðskiptalífinu stigi fram undir merkjum #MeToo og greini frá því ofbeldi og þeirri áreitni sem þær hafi orðið fyrir, líkt og aðrar stéttir hafa gert. „Og horfið á hvernig verið er að fara með þessa konu, þessa dagana. Við eigum að mótmæla þessu. Við eigum að standa með þessari konu. Hún er örugglega í sárum einhvers staðar heima hjá sér og það er enginn að sinna henni,“ sagði Steinunn og uppskar lófatak fyrir vikið. Ummæli Steinunnar má sjá í spilaranum hér að neðan þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Tengdar fréttir Tvö ný kosin í stjórnina Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn Icelandair Group. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Íslendingar eigi að fylkja sér að baki Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs. Tilefnið eru fréttir af því að Katrín hafi verið felld í stjórnarkjöri Icelandair fyrir helgi, en hún hafði setið í stjórn félagsins frá árinu 2009. Hópur hluthafa er sagður hafa verið ósáttur við þá ákvörðun Katrínar að selja hlut sinn í Icelandair Group árið 2016 og því hafi hún ekki hlotið endurkjör. Steinunn Valdís tók þátt í umræðum á vegum Ungra athafnakvenna sem fram fóru í Hörpu á laugardag. Í máli sínu tæpti hún á fyrrnefndu stjórnarkjöri sem hún sagði vera „æpandi dæmi“ um misréttið sem hún segir þrífast í íslensku viðskiptalífi. „Það var enginn að tala um það karlar hefðu selt hlutabréf á svipuðum tíma, forstjórar Haga eða hverjir sem það eru þarna úti. Hún bara lá vel við höggi,“ segir Steinunn Valdís.„Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur?“ Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF, tók í sama streng á bloggsíðu sinni í gær þar sem hún útlistaði sölur karlkyns stjórnenda á hlutabréfum á síðustu árum. Dæmin sem Margrét tekur eru: 2015: Stjórnarformaður Nýherja selur hlutabréf fyrir 130 milljónir 2016: Stjórnarmaður í Marel selur fyrir 124 milljónir 2016: Helstu stjórnendur Haga selja fyrir hundruð millljóna 2017: Helstu stjórnendur og stjórnarmenn N1 selja fyrir hundruð milljóna 2017: Stjórnarformaður TM selur fyrir 172 milljónir „Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur fyrir 9 milljónir sem er örhlutur í samanburði við upphæð strákanna?“ spurði Margrét og bætti við að „áhugavert [verði] að fylgjast með hvort að sala strákanna muni hafa áhrif á stöðu þeirra.“Katrín Olga hafi ógnað Steinunn Valdís telur að Katrín hljóti þessa meðferð ekki síst vegna þess að „hún er að ógna. Hún er komin í gegnum glerþakið,“ eins og Steinunn orðaði það. Katrín hafi til að mynda talað fyrir því að konur í viðskiptalífinu stigi fram undir merkjum #MeToo og greini frá því ofbeldi og þeirri áreitni sem þær hafi orðið fyrir, líkt og aðrar stéttir hafa gert. „Og horfið á hvernig verið er að fara með þessa konu, þessa dagana. Við eigum að mótmæla þessu. Við eigum að standa með þessari konu. Hún er örugglega í sárum einhvers staðar heima hjá sér og það er enginn að sinna henni,“ sagði Steinunn og uppskar lófatak fyrir vikið. Ummæli Steinunnar má sjá í spilaranum hér að neðan þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Tengdar fréttir Tvö ný kosin í stjórnina Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn Icelandair Group. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Sjá meira
Tvö ný kosin í stjórnina Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn Icelandair Group. 9. mars 2018 07:00