„Horfið á hvernig verið er að fara með þessa konu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2018 08:06 Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Rannveig Rist voru meðal þeirra sem deildu reynslu sinni á degi Ungra Athafnakvenna. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Íslendingar eigi að fylkja sér að baki Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs. Tilefnið eru fréttir af því að Katrín hafi verið felld í stjórnarkjöri Icelandair fyrir helgi, en hún hafði setið í stjórn félagsins frá árinu 2009. Hópur hluthafa er sagður hafa verið ósáttur við þá ákvörðun Katrínar að selja hlut sinn í Icelandair Group árið 2016 og því hafi hún ekki hlotið endurkjör. Steinunn Valdís tók þátt í umræðum á vegum Ungra athafnakvenna sem fram fóru í Hörpu á laugardag. Í máli sínu tæpti hún á fyrrnefndu stjórnarkjöri sem hún sagði vera „æpandi dæmi“ um misréttið sem hún segir þrífast í íslensku viðskiptalífi. „Það var enginn að tala um það karlar hefðu selt hlutabréf á svipuðum tíma, forstjórar Haga eða hverjir sem það eru þarna úti. Hún bara lá vel við höggi,“ segir Steinunn Valdís.„Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur?“ Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF, tók í sama streng á bloggsíðu sinni í gær þar sem hún útlistaði sölur karlkyns stjórnenda á hlutabréfum á síðustu árum. Dæmin sem Margrét tekur eru: 2015: Stjórnarformaður Nýherja selur hlutabréf fyrir 130 milljónir 2016: Stjórnarmaður í Marel selur fyrir 124 milljónir 2016: Helstu stjórnendur Haga selja fyrir hundruð millljóna 2017: Helstu stjórnendur og stjórnarmenn N1 selja fyrir hundruð milljóna 2017: Stjórnarformaður TM selur fyrir 172 milljónir „Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur fyrir 9 milljónir sem er örhlutur í samanburði við upphæð strákanna?“ spurði Margrét og bætti við að „áhugavert [verði] að fylgjast með hvort að sala strákanna muni hafa áhrif á stöðu þeirra.“Katrín Olga hafi ógnað Steinunn Valdís telur að Katrín hljóti þessa meðferð ekki síst vegna þess að „hún er að ógna. Hún er komin í gegnum glerþakið,“ eins og Steinunn orðaði það. Katrín hafi til að mynda talað fyrir því að konur í viðskiptalífinu stigi fram undir merkjum #MeToo og greini frá því ofbeldi og þeirri áreitni sem þær hafi orðið fyrir, líkt og aðrar stéttir hafa gert. „Og horfið á hvernig verið er að fara með þessa konu, þessa dagana. Við eigum að mótmæla þessu. Við eigum að standa með þessari konu. Hún er örugglega í sárum einhvers staðar heima hjá sér og það er enginn að sinna henni,“ sagði Steinunn og uppskar lófatak fyrir vikið. Ummæli Steinunnar má sjá í spilaranum hér að neðan þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Tengdar fréttir Tvö ný kosin í stjórnina Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn Icelandair Group. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Íslendingar eigi að fylkja sér að baki Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs. Tilefnið eru fréttir af því að Katrín hafi verið felld í stjórnarkjöri Icelandair fyrir helgi, en hún hafði setið í stjórn félagsins frá árinu 2009. Hópur hluthafa er sagður hafa verið ósáttur við þá ákvörðun Katrínar að selja hlut sinn í Icelandair Group árið 2016 og því hafi hún ekki hlotið endurkjör. Steinunn Valdís tók þátt í umræðum á vegum Ungra athafnakvenna sem fram fóru í Hörpu á laugardag. Í máli sínu tæpti hún á fyrrnefndu stjórnarkjöri sem hún sagði vera „æpandi dæmi“ um misréttið sem hún segir þrífast í íslensku viðskiptalífi. „Það var enginn að tala um það karlar hefðu selt hlutabréf á svipuðum tíma, forstjórar Haga eða hverjir sem það eru þarna úti. Hún bara lá vel við höggi,“ segir Steinunn Valdís.„Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur?“ Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF, tók í sama streng á bloggsíðu sinni í gær þar sem hún útlistaði sölur karlkyns stjórnenda á hlutabréfum á síðustu árum. Dæmin sem Margrét tekur eru: 2015: Stjórnarformaður Nýherja selur hlutabréf fyrir 130 milljónir 2016: Stjórnarmaður í Marel selur fyrir 124 milljónir 2016: Helstu stjórnendur Haga selja fyrir hundruð millljóna 2017: Helstu stjórnendur og stjórnarmenn N1 selja fyrir hundruð milljóna 2017: Stjórnarformaður TM selur fyrir 172 milljónir „Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur fyrir 9 milljónir sem er örhlutur í samanburði við upphæð strákanna?“ spurði Margrét og bætti við að „áhugavert [verði] að fylgjast með hvort að sala strákanna muni hafa áhrif á stöðu þeirra.“Katrín Olga hafi ógnað Steinunn Valdís telur að Katrín hljóti þessa meðferð ekki síst vegna þess að „hún er að ógna. Hún er komin í gegnum glerþakið,“ eins og Steinunn orðaði það. Katrín hafi til að mynda talað fyrir því að konur í viðskiptalífinu stigi fram undir merkjum #MeToo og greini frá því ofbeldi og þeirri áreitni sem þær hafi orðið fyrir, líkt og aðrar stéttir hafa gert. „Og horfið á hvernig verið er að fara með þessa konu, þessa dagana. Við eigum að mótmæla þessu. Við eigum að standa með þessari konu. Hún er örugglega í sárum einhvers staðar heima hjá sér og það er enginn að sinna henni,“ sagði Steinunn og uppskar lófatak fyrir vikið. Ummæli Steinunnar má sjá í spilaranum hér að neðan þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Tengdar fréttir Tvö ný kosin í stjórnina Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn Icelandair Group. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Tvö ný kosin í stjórnina Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn Icelandair Group. 9. mars 2018 07:00