Malik segir bera mikla virðingu fyrir Hadid sem vini og konu og að þau hafi átt tvö yndisleg ár. Hadid tekur í sama streng, lofsamar Malik og sambandið. Þá þakka þau bæði aðdáendum sínum fyrir að bera viðringu fyrir einkalífi þeirra á þessari stundu. Hægt er að sjá tístin þeirra í heild sinni neðst í fréttinni.
Þetta var ekki bara fallegt samband heldur falleg sambandsslit. Hadid og Malik voru áberandi par og vinsæl meðal götutískuljósmyndara enda með eindæmum smekkleg, saman og í sitthvort lagi. Við tókum saman nokkur góð móment af parinu sem var og er.




— zayn (@zaynmalik) March 13, 2018
— Gigi Hadid (@GiGiHadid) March 13, 2018