Google bannar auglýsingar fyrir rafmyntir Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2018 15:41 Rífandi uppgangur hefur verið í rafmyntum eins og Bitcoin undanfarið. Verðmæti þeirra er hins vegar afar óstöðugt og fjárfestingar í þeim því áhættusamar. Vísir/AFP Tæknirisinn Google ætlar að banna auglýsingar fyrir þann aragrúa rafmynta og þjónustur þeim tengdum sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarið. Ástæðan hefur ekki verið gefin út en sérfræðingar hafa varað við bólumyndun á rafmyntarmarkaðinum. Í tilkynningu kemur fram að bannið taki gildi í júní. Það mun ná til auglýsinga fyrir uppboð á rafmyntum, ráðgjafarþjónustu fyrir viðskipti með rafmyntir og geymsluþjónustu fyrir þær. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Google ætli að grípa til þessa ráðs vegna þess að fyrirtækið hafi áhyggjur af skorti á neytendavernd í kringum flókin viðskipti með rafmyntir. Gengi rafmyntarinnar Bitcoin reis gríðarlega á síðasta ári. Það laðaði að sér áhuga fjölda fólks sem vildi græða á fárinu í kringum rafmyntir. Aðrar og áður nær óþekktar rafmyntir hækkuðu einnig verulega í verði. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varaði við rafmyntum í gær. Peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkahópa væri aðeins hluti af hættunni við þær. Mikill vöxtur og sveiflukennt verð ásamt óljósri tengingu við hefðbundna fjármálamarkaði þýddi að fólk þyrfti að átta sig á áhættunni við rafmyntir. Facebook takmarkaði einnig auglýsingar sem tengjast rafmyntir í janúar og vísaði til þess að mörg fyrirtæki ynnu ekki í góðri trú. Tengdar fréttir Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Bill Gates segir rafmyntir verða fólki að bana Gates viðraði þessa skoðun sína í svokölluðum „Ask Me Anything“-þræði á vefsíðunni Reddit þar sem þekktir einstaklingar sitja oft fyrir svörum. 1. mars 2018 13:51 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Tæknirisinn Google ætlar að banna auglýsingar fyrir þann aragrúa rafmynta og þjónustur þeim tengdum sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarið. Ástæðan hefur ekki verið gefin út en sérfræðingar hafa varað við bólumyndun á rafmyntarmarkaðinum. Í tilkynningu kemur fram að bannið taki gildi í júní. Það mun ná til auglýsinga fyrir uppboð á rafmyntum, ráðgjafarþjónustu fyrir viðskipti með rafmyntir og geymsluþjónustu fyrir þær. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Google ætli að grípa til þessa ráðs vegna þess að fyrirtækið hafi áhyggjur af skorti á neytendavernd í kringum flókin viðskipti með rafmyntir. Gengi rafmyntarinnar Bitcoin reis gríðarlega á síðasta ári. Það laðaði að sér áhuga fjölda fólks sem vildi græða á fárinu í kringum rafmyntir. Aðrar og áður nær óþekktar rafmyntir hækkuðu einnig verulega í verði. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varaði við rafmyntum í gær. Peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkahópa væri aðeins hluti af hættunni við þær. Mikill vöxtur og sveiflukennt verð ásamt óljósri tengingu við hefðbundna fjármálamarkaði þýddi að fólk þyrfti að átta sig á áhættunni við rafmyntir. Facebook takmarkaði einnig auglýsingar sem tengjast rafmyntir í janúar og vísaði til þess að mörg fyrirtæki ynnu ekki í góðri trú.
Tengdar fréttir Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Bill Gates segir rafmyntir verða fólki að bana Gates viðraði þessa skoðun sína í svokölluðum „Ask Me Anything“-þræði á vefsíðunni Reddit þar sem þekktir einstaklingar sitja oft fyrir svörum. 1. mars 2018 13:51 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00
Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57
Bill Gates segir rafmyntir verða fólki að bana Gates viðraði þessa skoðun sína í svokölluðum „Ask Me Anything“-þræði á vefsíðunni Reddit þar sem þekktir einstaklingar sitja oft fyrir svörum. 1. mars 2018 13:51