Körfubolti

Körfuboltakvöld: Spilamennska Njarðvíkur lætur Teit líða illa í hjartanu

Arnar Geir Halldórsson skrifar

Suðurnesjaslagur Njarðvíkur og Keflavíkur var til umræðu í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartansson á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Gestir Kjartans í gær voru Teitur Örlygsson og Kristinn Friðriksson.

,,Það er eitthvað að í Njarðvík. Það er eins og menn séu alltaf að horfa á manninn við hliðina á sér; að hann eigi að redda hlutunum einhvern veginn. Mér líður bara illa að horfa á þetta, mér líður illa í hjartanu," segir Teitur sem er goðsögn í njarðvískum körfubolta.

Kristinn Friðriksson tók í sama streng: ,,Keflavík mætti til leiks eins og þeir væru að fara að spila á heimavelli og eins og þeir væru betra liðið á meðan Njarðvík virtist mæta til leiks vitandi að þeir væru lélegra liðið og spiluðu þannig."

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.