Glamour

„Þetta var hræðileg upplifun“

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty
Söngkonan Demi Lovato er í stóru viðtali við Billboard Magazine þar sem hún opnar sig um allt milli himins og jarðar. Meðal annars um upplifun sína frá Met Gala árið 2016, sem hún hefur áður talað um að var ekki skemmtilegt kvöld fyrir hana. 

Lovato mætti ásamt hönnuðinum Jeremy Scott sem hannar fyrir Moschino og klæddi hana og Nicky Minaj fyrir þetta stóra tískugóðverðaviðburð sem er á hverju ári, fyrsta mánudaginn í maí. „Þetta var hræðileg upplifun. Einn frægur einstaklingur var svo mikil tík að það var ömurlegt að vera i kringum viðkomandi. Svo mikil klisja. Ég man að ég mér leið svo illa að ég var næstum byrjuð aftur að drekka,“ segir Lovato í viðtalinu en hún er búin að vera edrú í fimm ár og segist hafa farið beint heim, farið úr sparidressinu og mætt á AA fund í jogginggalla en ennþá með skartgripina og förðunina frá kvöldinu. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún opnar sig um kvöldið fyrir tveimur árum síðan en hún deildi mynd á Instagram af sér, Nicki Minaj og Jeremy Scott - og það er spurning hvort umræddum frægi einstaklingur sé á myndinni?

Við verðum að viðurkenna það að það sést á myndunum að Lovato var ekkert sérstaklega hress þetta kvöld. 


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.