Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Ritstjórn skrifar 19. febrúar 2018 11:00 Glamour/Getty Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru. BAFTA Mest lesið Tískudrottning í KALDA Glamour Ódýrast að versla Louis Vuitton í Bretlandi Glamour Silkiklæddir kúrekar hjá Calvin Klein Glamour Prjónapeysur í yfirstærð í vetur Glamour "Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Glamour London Fashion Week 2015: Litrík augnhár Glamour Fimm bestu brúnkukremin að mati Glamour Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour
Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru.
BAFTA Mest lesið Tískudrottning í KALDA Glamour Ódýrast að versla Louis Vuitton í Bretlandi Glamour Silkiklæddir kúrekar hjá Calvin Klein Glamour Prjónapeysur í yfirstærð í vetur Glamour "Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Glamour London Fashion Week 2015: Litrík augnhár Glamour Fimm bestu brúnkukremin að mati Glamour Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour