Glamour

Uppáhalds flíkin er innra lag úr gömlum jakka

Ritstjórn skrifar
Melkorka Katrín
Melkorka Katrín Glamour/Rakel Tómasdóttir

Flestar erum við duglegar að endurnýja fataskápinn okkar, þar sem gamlar flíkur gefa þeim nýju pláss. Oft er samt þessi eina flík, sem við losum okkur aldrei við og er alltaf í notkun.

Melkorka Katrín Tómasdóttir er ung listakona og markaðsstjóri, sem nýflutt er heim til Íslands eftir nám í New York. Við spurðum Melkorku út í uppáhaldsflíkina, sem í hennar tilviki er innra lag úr jakka móður hennar.

Aldur, starf og búseta: Ég er 22 ára, starfa sem markaðsstjóri hjá Boxinu og bý í 101 með tveim vinkonum. 

Hvaða flík í fataskápnum þínum heldurðu mest uppá og afhverju? Deildu sögunni á bakvið flíkina. Eins og eflaust margir aðrir, þá get ég ekki haldið því fram að ég eigi einhverja eina up- páhalds flík. En þennan jakka held ég mikið upp á og jafnvel þó ég hafi ekki eignast hann fyrr en fyrir tveim árum þá finnst mér hann orðinn ansi stór partur af mér. Þetta er semsagt ull innan úr gömlum hermannajakka sem mamma mín átti og klæddist á sínum menntaskóla árum í MS. Sjálfur jakkinn er týndur en af einhverjum ástæðum bjargaðist innra lagið úr honum, sem ég síðan snéri við og ,,appropriataði” sem nýja flík á mig. Það liðu hinsvegar nokkrir mánuðir þangað til ég byrjaði að nota jakkann, ég var ekki alveg viss með hann. Í febrúar í fyrra byrjaði ég í kúrs í LHÍ og kynntist þar stelpu á öðru ári, sem heitir Elísabet Birta, sem mætti einn daginn í nánast nákvæmlega eins gæru sem mamma hennar hafði einnig átt og gefið henni! Eftir þetta varð ég sannfærð um eiginleika jakkans og byrjaði að nota minn. Í dag erum við Birta bestu vinkonur og ennþá í gærunum. 

Hvernig myndirðu lýsa þínum fatastíl? Frekar vanafastur, blanda af einhversskonar norm-core, thrift store/Angela Chase úr My So-Called Life. Geng mest í svörtum eða dökkum litum. Er mjög feimin við að prófa nýja hluti. Samt gaman að kaupa þá.

Hver er þín fyrirmynd þegar kemur að klæðaburði? Það var nú alltaf Sól stóra systir mín, en nú held ég að hún leiti meira til mín varðandi hvað er kúl og ekki.

Angela Chase úr My So-Called Life

Melkorka í jakkanum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.