Bankarnir taldir standa styrkum fótum Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 16:02 Tekið hefur verið á áhættuþáttum sem gerðu bankakerfið fallvalt fyrir hrunið 2008. Vísir Tekið hefur verið á helstu áhættum sem gerðu bankakerfið fallvalt í aðdraganda fjármálakreppunnar árið 2008 og standa bankarnir nú styrkum fótum. Þetta er niðurstaða skýrslu nefndar um skipulag bankastarfsemi á Íslandi sem hefur verið skilað til fjármála- og efnahagsráðherra. Mat nefndarinnar er að ekkert bendi til þess að sterk staða bankanna breytist á næstu misserum. Starfsumgjörð fjármálamarkaðar hafi verið gjörbylt frá fjármálakreppunni 2008. Breytingar í regluverki og eftirliti hafi tekið á helstu áhættum sem ollu óstöðugleika bankakerfisins fyrir hana, að því er segir í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í ljósi sögunnar telur nefndin samt skynsamlegt að dregin verði varnarlína um hvað fjárfestingarbankastarfsemi á grunni beinnar og óbeinnar stöðutöku geti vaxið mikið hjá stærstu bönkunum, þeim sem teljast kerfislega mikilvægir hér á landi.Skipti starfseminni upp eða dragi úr henniNefndin leggur til gripið verði til aðgerða ef hlutfall beinnar eða óbeinnar stöðutöku nái 10-15% af eiginfjárgrunni í framtíðinni hjá einhverjum bankanna. Viðkomandi banki hafi þá tvo valkosti, að draga úr þessari starfsemi sinni eða stofna um hana sérstakt félag, sem þó má vera innan sömu samstæðu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þannig verði leitast við að tryggja að þótt banki velji að halda áfram að auka slíka starfsemi verði kerfislega mikilvæg starfsemi bankans varin gegn aukinni áhættu. Til vara leggur nefndin til að löggjafinn veiti Fjármálaeftirlitinu skýra heimild og skyldu til að grípa til aðgerða telji eftirlitið að fjárfestingarbankastarfsemi tiltekins banka sé orðin það viðamikil að hún skapi áhættu fyrir viðskiptabankann. Þá kallar nefndin eftir því að eftirlitsaðilar skilgreini þá kjarnastarfsemi bankanna sem ávallt verður að vera til staðar til að þjóna almenningi og fyrirtækjum landsins. Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði nefndina í júlí. Henni var falið að taka afstöðu til þess hvort að ástæða sé til að gera breytingar á núverandi skipan mála og eftir atvikum leggja fram tillögur. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Tekið hefur verið á helstu áhættum sem gerðu bankakerfið fallvalt í aðdraganda fjármálakreppunnar árið 2008 og standa bankarnir nú styrkum fótum. Þetta er niðurstaða skýrslu nefndar um skipulag bankastarfsemi á Íslandi sem hefur verið skilað til fjármála- og efnahagsráðherra. Mat nefndarinnar er að ekkert bendi til þess að sterk staða bankanna breytist á næstu misserum. Starfsumgjörð fjármálamarkaðar hafi verið gjörbylt frá fjármálakreppunni 2008. Breytingar í regluverki og eftirliti hafi tekið á helstu áhættum sem ollu óstöðugleika bankakerfisins fyrir hana, að því er segir í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í ljósi sögunnar telur nefndin samt skynsamlegt að dregin verði varnarlína um hvað fjárfestingarbankastarfsemi á grunni beinnar og óbeinnar stöðutöku geti vaxið mikið hjá stærstu bönkunum, þeim sem teljast kerfislega mikilvægir hér á landi.Skipti starfseminni upp eða dragi úr henniNefndin leggur til gripið verði til aðgerða ef hlutfall beinnar eða óbeinnar stöðutöku nái 10-15% af eiginfjárgrunni í framtíðinni hjá einhverjum bankanna. Viðkomandi banki hafi þá tvo valkosti, að draga úr þessari starfsemi sinni eða stofna um hana sérstakt félag, sem þó má vera innan sömu samstæðu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þannig verði leitast við að tryggja að þótt banki velji að halda áfram að auka slíka starfsemi verði kerfislega mikilvæg starfsemi bankans varin gegn aukinni áhættu. Til vara leggur nefndin til að löggjafinn veiti Fjármálaeftirlitinu skýra heimild og skyldu til að grípa til aðgerða telji eftirlitið að fjárfestingarbankastarfsemi tiltekins banka sé orðin það viðamikil að hún skapi áhættu fyrir viðskiptabankann. Þá kallar nefndin eftir því að eftirlitsaðilar skilgreini þá kjarnastarfsemi bankanna sem ávallt verður að vera til staðar til að þjóna almenningi og fyrirtækjum landsins. Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði nefndina í júlí. Henni var falið að taka afstöðu til þess hvort að ástæða sé til að gera breytingar á núverandi skipan mála og eftir atvikum leggja fram tillögur.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira