Kvika lýkur fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2018 09:00 Kvika banki opnaði skrifstofu í Lundúnum á síðasta ári. Vísir/GVA Kvika fjárfestingabanki hefur lokið 17 milljóna punda, jafnvirði 2,4 milljarða króna, fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi, OSF II, sem fjárfestir í breskum veðskuldabréfum með veði í fasteignum. Félagið var sett á stofn í samstarfi við breska fasteignalánafélagið Ortus Secured Finance. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, segir að verkefnið sé hið fyrsta sinnar tegundar hjá bankanum í Bretlandi eftir að hann opnaði skrifstofu í Lundúnum á síðasta ári. „Við höfum góða reynslu af rekstri sjóða sem þessara. Við rekum allnokkra innlenda veðskuldabréfasjóði og erum nú að útvíkka það til Bretlands í samstarfi við Ortus í þessu tilviki,“ nefnir hann. Hannes segir umfang starfsemi bankans í Bretlandi hafa aukist mikið og að mörg ný og áhugaverð fjárfestingatækifæri séu þar til skoðunar. Breska félagið Ortus var stofnað árið 2013 af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings Singer & Friedlander. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu fram til ársins 2015 en hann situr nú í stjórn þess ásamt Örvari Kjærnested fjárfesti sem er jafnframt formaður stjórnar Ortus. Líftími fjárfestingarinnar er fimm ár og er fjárfestingin í breskum pundum. Fjárfestingin var sérhönnuð fyrir fyrst og fremst íslenska viðskiptavini Kviku, en einnig taka nokkrir breskir viðskiptavinir bankans þátt. Hannes Frímann segir áhugann af hálfu fjárfesta hafa verið mikinn.Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku.Vísir/Stefán„Ástæðan er líkast til af tvennum toga. Annars vegar leitast margir innlendir fjárfestar nú eftir því að dreifa áhættu og fjárfesta fyrir utan Ísland og hins vegar eru væntingar um ávöxtun í umræddu verkefni háar þegar horft er til vaxtastigs í Bretlandi. Það lýsir því kannski vel hvað lánamarkaðurinn í Bretlandi er erfiður um þessar mundir að það má ná fram hárri ávöxtun og það í pundum með tryggum fjárfestingum, en veðskuldabréfin eru með veði í fasteignum og oftast á fyrsta veðrétti. Að teknu tilliti til áhættu teljum við þannig að ávöxtunarmöguleikarnir séu góðir,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Kvika fjárfestingabanki hefur lokið 17 milljóna punda, jafnvirði 2,4 milljarða króna, fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi, OSF II, sem fjárfestir í breskum veðskuldabréfum með veði í fasteignum. Félagið var sett á stofn í samstarfi við breska fasteignalánafélagið Ortus Secured Finance. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, segir að verkefnið sé hið fyrsta sinnar tegundar hjá bankanum í Bretlandi eftir að hann opnaði skrifstofu í Lundúnum á síðasta ári. „Við höfum góða reynslu af rekstri sjóða sem þessara. Við rekum allnokkra innlenda veðskuldabréfasjóði og erum nú að útvíkka það til Bretlands í samstarfi við Ortus í þessu tilviki,“ nefnir hann. Hannes segir umfang starfsemi bankans í Bretlandi hafa aukist mikið og að mörg ný og áhugaverð fjárfestingatækifæri séu þar til skoðunar. Breska félagið Ortus var stofnað árið 2013 af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings Singer & Friedlander. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu fram til ársins 2015 en hann situr nú í stjórn þess ásamt Örvari Kjærnested fjárfesti sem er jafnframt formaður stjórnar Ortus. Líftími fjárfestingarinnar er fimm ár og er fjárfestingin í breskum pundum. Fjárfestingin var sérhönnuð fyrir fyrst og fremst íslenska viðskiptavini Kviku, en einnig taka nokkrir breskir viðskiptavinir bankans þátt. Hannes Frímann segir áhugann af hálfu fjárfesta hafa verið mikinn.Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku.Vísir/Stefán„Ástæðan er líkast til af tvennum toga. Annars vegar leitast margir innlendir fjárfestar nú eftir því að dreifa áhættu og fjárfesta fyrir utan Ísland og hins vegar eru væntingar um ávöxtun í umræddu verkefni háar þegar horft er til vaxtastigs í Bretlandi. Það lýsir því kannski vel hvað lánamarkaðurinn í Bretlandi er erfiður um þessar mundir að það má ná fram hárri ávöxtun og það í pundum með tryggum fjárfestingum, en veðskuldabréfin eru með veði í fasteignum og oftast á fyrsta veðrétti. Að teknu tilliti til áhættu teljum við þannig að ávöxtunarmöguleikarnir séu góðir,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira