Kvika lýkur fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2018 09:00 Kvika banki opnaði skrifstofu í Lundúnum á síðasta ári. Vísir/GVA Kvika fjárfestingabanki hefur lokið 17 milljóna punda, jafnvirði 2,4 milljarða króna, fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi, OSF II, sem fjárfestir í breskum veðskuldabréfum með veði í fasteignum. Félagið var sett á stofn í samstarfi við breska fasteignalánafélagið Ortus Secured Finance. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, segir að verkefnið sé hið fyrsta sinnar tegundar hjá bankanum í Bretlandi eftir að hann opnaði skrifstofu í Lundúnum á síðasta ári. „Við höfum góða reynslu af rekstri sjóða sem þessara. Við rekum allnokkra innlenda veðskuldabréfasjóði og erum nú að útvíkka það til Bretlands í samstarfi við Ortus í þessu tilviki,“ nefnir hann. Hannes segir umfang starfsemi bankans í Bretlandi hafa aukist mikið og að mörg ný og áhugaverð fjárfestingatækifæri séu þar til skoðunar. Breska félagið Ortus var stofnað árið 2013 af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings Singer & Friedlander. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu fram til ársins 2015 en hann situr nú í stjórn þess ásamt Örvari Kjærnested fjárfesti sem er jafnframt formaður stjórnar Ortus. Líftími fjárfestingarinnar er fimm ár og er fjárfestingin í breskum pundum. Fjárfestingin var sérhönnuð fyrir fyrst og fremst íslenska viðskiptavini Kviku, en einnig taka nokkrir breskir viðskiptavinir bankans þátt. Hannes Frímann segir áhugann af hálfu fjárfesta hafa verið mikinn.Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku.Vísir/Stefán„Ástæðan er líkast til af tvennum toga. Annars vegar leitast margir innlendir fjárfestar nú eftir því að dreifa áhættu og fjárfesta fyrir utan Ísland og hins vegar eru væntingar um ávöxtun í umræddu verkefni háar þegar horft er til vaxtastigs í Bretlandi. Það lýsir því kannski vel hvað lánamarkaðurinn í Bretlandi er erfiður um þessar mundir að það má ná fram hárri ávöxtun og það í pundum með tryggum fjárfestingum, en veðskuldabréfin eru með veði í fasteignum og oftast á fyrsta veðrétti. Að teknu tilliti til áhættu teljum við þannig að ávöxtunarmöguleikarnir séu góðir,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Kvika fjárfestingabanki hefur lokið 17 milljóna punda, jafnvirði 2,4 milljarða króna, fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi, OSF II, sem fjárfestir í breskum veðskuldabréfum með veði í fasteignum. Félagið var sett á stofn í samstarfi við breska fasteignalánafélagið Ortus Secured Finance. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, segir að verkefnið sé hið fyrsta sinnar tegundar hjá bankanum í Bretlandi eftir að hann opnaði skrifstofu í Lundúnum á síðasta ári. „Við höfum góða reynslu af rekstri sjóða sem þessara. Við rekum allnokkra innlenda veðskuldabréfasjóði og erum nú að útvíkka það til Bretlands í samstarfi við Ortus í þessu tilviki,“ nefnir hann. Hannes segir umfang starfsemi bankans í Bretlandi hafa aukist mikið og að mörg ný og áhugaverð fjárfestingatækifæri séu þar til skoðunar. Breska félagið Ortus var stofnað árið 2013 af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings Singer & Friedlander. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu fram til ársins 2015 en hann situr nú í stjórn þess ásamt Örvari Kjærnested fjárfesti sem er jafnframt formaður stjórnar Ortus. Líftími fjárfestingarinnar er fimm ár og er fjárfestingin í breskum pundum. Fjárfestingin var sérhönnuð fyrir fyrst og fremst íslenska viðskiptavini Kviku, en einnig taka nokkrir breskir viðskiptavinir bankans þátt. Hannes Frímann segir áhugann af hálfu fjárfesta hafa verið mikinn.Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku.Vísir/Stefán„Ástæðan er líkast til af tvennum toga. Annars vegar leitast margir innlendir fjárfestar nú eftir því að dreifa áhættu og fjárfesta fyrir utan Ísland og hins vegar eru væntingar um ávöxtun í umræddu verkefni háar þegar horft er til vaxtastigs í Bretlandi. Það lýsir því kannski vel hvað lánamarkaðurinn í Bretlandi er erfiður um þessar mundir að það má ná fram hárri ávöxtun og það í pundum með tryggum fjárfestingum, en veðskuldabréfin eru með veði í fasteignum og oftast á fyrsta veðrétti. Að teknu tilliti til áhættu teljum við þannig að ávöxtunarmöguleikarnir séu góðir,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira