Hagstofan hafnar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á launavísitöluna Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 18:02 Launavísitalan og meðallaun eru tveir ólíkir mælikvarðar sem Hagstofan notar til að fylgja með breytingum á launum. Vísir/Vilhelm Gagnrýni Samtaka atvinnulífsins um að launavísitalan sé röng er einföldun og byggir á samanburði á tveimur mælikvörðum sem segja hvor sína sögu um breytingar á launum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hagstofunni. Í grein sem birtist á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins (SA) í gær var fullyrt að launavísitalan sem Hagstofan reiknar út sé ótækur mælikvarði á launabreytingar á Íslandi. Hún ofmeti launabreytingar með þeim afleiðingum að vísitalan hækki um 1% árlega umfram hækkun meðallauna. Þessi gagnrýni er á misskilningi byggð ef marka má svargrein Hagstofunnar sem birtist á vef hennar í dag. Þar kemur fram að samanburður á launavísitölunni annars vegar og meðallaunum hins vegar geti ekki einn og sér skilað þeirri niðurstöðu að annar mælikvarðinn sé rangur. Launavísitalan og meðallaun séu ólíkar leiðir til að mæla launabreytingar. Mælikvarðarnir tveir segi ólíka sögu, hafi ólíkan tilgang og byggi á mismunandi aðferðum. Þannig sé launavísitölunni samkvæmt lögum ætlað að sýna launabreytingar fyrir fastan vinnutíma. Breyting á meðallaunum sýni breytingar á launum miðað við samsetningu vinnuaflsins hverju sinni. Þau endurspegli því breytingar á launum, vinnutíma og vinnuafli. Með fullyrðingum sínum um að samanburður á vísitölu launa og meðallauna sýni að launabreytingar hafi verið stórlega ofmetnar horfi samtökin algerlega fram hjá þessum ólíku aðferðum. „Aukið framboð af ódýrara vinnuafli í þjónustu-, sölu- og afgreiðslustörfum lækka meðallaunin en áhrifin á launavísitöluna verða óveruleg. Til að launavísitalan lækki þurfa hinsvegar laun einstaklinga að lækka. Við mat á mælikvörðum skiptir öllu máli að hafa í huga hvað sé ætlunin að mæla í stað þess að láta mæligildin sjálf réttlæta mælikvarðann,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Gagnrýni Samtaka atvinnulífsins um að launavísitalan sé röng er einföldun og byggir á samanburði á tveimur mælikvörðum sem segja hvor sína sögu um breytingar á launum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hagstofunni. Í grein sem birtist á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins (SA) í gær var fullyrt að launavísitalan sem Hagstofan reiknar út sé ótækur mælikvarði á launabreytingar á Íslandi. Hún ofmeti launabreytingar með þeim afleiðingum að vísitalan hækki um 1% árlega umfram hækkun meðallauna. Þessi gagnrýni er á misskilningi byggð ef marka má svargrein Hagstofunnar sem birtist á vef hennar í dag. Þar kemur fram að samanburður á launavísitölunni annars vegar og meðallaunum hins vegar geti ekki einn og sér skilað þeirri niðurstöðu að annar mælikvarðinn sé rangur. Launavísitalan og meðallaun séu ólíkar leiðir til að mæla launabreytingar. Mælikvarðarnir tveir segi ólíka sögu, hafi ólíkan tilgang og byggi á mismunandi aðferðum. Þannig sé launavísitölunni samkvæmt lögum ætlað að sýna launabreytingar fyrir fastan vinnutíma. Breyting á meðallaunum sýni breytingar á launum miðað við samsetningu vinnuaflsins hverju sinni. Þau endurspegli því breytingar á launum, vinnutíma og vinnuafli. Með fullyrðingum sínum um að samanburður á vísitölu launa og meðallauna sýni að launabreytingar hafi verið stórlega ofmetnar horfi samtökin algerlega fram hjá þessum ólíku aðferðum. „Aukið framboð af ódýrara vinnuafli í þjónustu-, sölu- og afgreiðslustörfum lækka meðallaunin en áhrifin á launavísitöluna verða óveruleg. Til að launavísitalan lækki þurfa hinsvegar laun einstaklinga að lækka. Við mat á mælikvörðum skiptir öllu máli að hafa í huga hvað sé ætlunin að mæla í stað þess að láta mæligildin sjálf réttlæta mælikvarðann,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira