Ætla að koma í veg fyrir slys á sjó Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. janúar 2018 21:05 Íslenskt hugvit mun í framtíðinni getað komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum vegna öldugangs. Nú þegar er orðin eftirspurn eftir þessum búnaði en prófanir og þróun fara af stað í vor. Jóhann K. Jóhannsson kynnti sér þetta öryggistæki sjófarenda í dag. Þessi tækni getur reynst vel fyrir smærri báta eins og hvalaskoðunarbáta, svokallaða Rib Safari báta og báta sem notaðir eru til löggæslu, leitar- og björgunarstarfa. „Þetta á við um alla báta sem eru á planandi skrokki og það geta verið bátar frá fimm metrum upp í tuttugu, tuttugu og fimm metra langir bátar og skip,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Hefring. Um lítið tæki er að ræða og breytir það litum eftir því hvernig báturinn eða skipið skellur á sjónum í öldugangi. „Þetta erum við að sjá á rauntíma. Við erum að fara að vinna í því að bæta við þetta spágildi. Þannig að þegar þú sérð rautt á skjánum, þá veistu að þú ert að koma inn á svæði eða aðstæður þar sem þú ættir að hægja á, vegna þess að fram undan geta verið skilyrði sem munu framkalla högg á rauðan mælikvarða.“ Björn stofnaði fyrirtæki í kringum nýsköpunina ásamt tveimur öðrum en þeir þrír vinna samhliða þessu hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig og er leiðandi í smíði bátsskrokka. Þá hugmynd sem unnið er með í þessu tilfelli er hvergi að finna og því var sótt um einkaleyfi á heimsvísu síðastliðið haust. „Það sem að kannski hratt þessu að einhverju leyti af stað var þegar við sáum fyrirsögn í frétt sem að orðrétt minnir mig að hafi verið: Heyrði hrygginn í mér brotna. Það er alveg nóg að eitt slys segi okkur að það þurfi að gera eitthvað.“ Björn segir að hér á landi verði 4-6 slys á ári þar sem fólk slasast á hrygg vegna öldugangs en rannsóknir hafa sýnt að þessi slys geti verið allt að 50% fleiri þar sem ekki er tilkynnt um þau. Hefring skrifaði í gær undir samstarfssamning við Tryggingamiðstöðina sem leggur til fjármuni við frekari þróun en næsta vor munu fimmtán báta og skip fá búnaðinn til reynslu. Sömuleiðis var skrifað undir samstarfssamning við Envo sem rannsakað hefur hröðun og álag á sjómenn og búnað síðastliðin 25 ár og koma gögn til með að hjálp við þróun búnaðarins. Björn segir mikinn áhuga þegar á þessum öryggisbúnaði. „Allavega miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið hér. Þær hvetja okkur áfram og við erum þegar komnir í samband við aðila, til dæmis í Bandaríkjunum, sem hafa áhuga á að fá þennan búnað til prufu núna strax í haust.“ Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Íslenskt hugvit mun í framtíðinni getað komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum vegna öldugangs. Nú þegar er orðin eftirspurn eftir þessum búnaði en prófanir og þróun fara af stað í vor. Jóhann K. Jóhannsson kynnti sér þetta öryggistæki sjófarenda í dag. Þessi tækni getur reynst vel fyrir smærri báta eins og hvalaskoðunarbáta, svokallaða Rib Safari báta og báta sem notaðir eru til löggæslu, leitar- og björgunarstarfa. „Þetta á við um alla báta sem eru á planandi skrokki og það geta verið bátar frá fimm metrum upp í tuttugu, tuttugu og fimm metra langir bátar og skip,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Hefring. Um lítið tæki er að ræða og breytir það litum eftir því hvernig báturinn eða skipið skellur á sjónum í öldugangi. „Þetta erum við að sjá á rauntíma. Við erum að fara að vinna í því að bæta við þetta spágildi. Þannig að þegar þú sérð rautt á skjánum, þá veistu að þú ert að koma inn á svæði eða aðstæður þar sem þú ættir að hægja á, vegna þess að fram undan geta verið skilyrði sem munu framkalla högg á rauðan mælikvarða.“ Björn stofnaði fyrirtæki í kringum nýsköpunina ásamt tveimur öðrum en þeir þrír vinna samhliða þessu hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig og er leiðandi í smíði bátsskrokka. Þá hugmynd sem unnið er með í þessu tilfelli er hvergi að finna og því var sótt um einkaleyfi á heimsvísu síðastliðið haust. „Það sem að kannski hratt þessu að einhverju leyti af stað var þegar við sáum fyrirsögn í frétt sem að orðrétt minnir mig að hafi verið: Heyrði hrygginn í mér brotna. Það er alveg nóg að eitt slys segi okkur að það þurfi að gera eitthvað.“ Björn segir að hér á landi verði 4-6 slys á ári þar sem fólk slasast á hrygg vegna öldugangs en rannsóknir hafa sýnt að þessi slys geti verið allt að 50% fleiri þar sem ekki er tilkynnt um þau. Hefring skrifaði í gær undir samstarfssamning við Tryggingamiðstöðina sem leggur til fjármuni við frekari þróun en næsta vor munu fimmtán báta og skip fá búnaðinn til reynslu. Sömuleiðis var skrifað undir samstarfssamning við Envo sem rannsakað hefur hröðun og álag á sjómenn og búnað síðastliðin 25 ár og koma gögn til með að hjálp við þróun búnaðarins. Björn segir mikinn áhuga þegar á þessum öryggisbúnaði. „Allavega miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið hér. Þær hvetja okkur áfram og við erum þegar komnir í samband við aðila, til dæmis í Bandaríkjunum, sem hafa áhuga á að fá þennan búnað til prufu núna strax í haust.“
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira