Viðskipti innlent

Íbúðaverð lækkar og leigumarkaður minnkar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísbendingar eru um að færri séu á leigurmarkaði en áður ef marka má niðurstöður könnunar Íbúðalánasjóðs.
Vísbendingar eru um að færri séu á leigurmarkaði en áður ef marka má niðurstöður könnunar Íbúðalánasjóðs. Vísir/Vilhelm

Íbúðaverða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7 prósent milli mánaða undir lok síðasta árs og var það „í fyrsta skipti sem lækkun mælist milli mánaða síðan í apríl 2015.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs sem birtist í dag. Þar kemur einnig fram að vísbendingar séu um að leigumarkaður fari minnkandi.

Þar segir ennfremur að hlutfall þeirra viðskipta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu sem eiga sér stað undir ásettu verði hefur aukist upp á síðkastið. Um 78 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldust undir ásettu verði í nóvember síðastlinum - „en jafn hátt hlutfall hefur ekki sést síðan í upphafi árs 2016.“

Er það mat Íbúðalánasjóðs að það sé til marks um að „aukin ró virðist því vera að færast yfir fasteignamarkaðinn eftir mikla uppsveiflu á fyrri hluta síðasta árs.“ 

Í skýrslunni má einnig finna umfjöllun um byggingarmarkaðinn þar sem stærðum og gerðum nýbygginga eru gerð skil. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn - janúar 2018, en þar má að sama skapi finna ítarlega umfjöllun um stöðu eignasafns Íbúðalánasjóðs. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,66
3
2.287
VIS
2,13
11
161.276
KVIKA
1,44
23
495.696
TM
1,07
8
105.011
FESTI
0,43
6
52.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,88
15
18.352
ORIGO
-2,43
2
2.210
EIK
-2,23
6
21.414
HEIMA
-1,35
1
439
ICEAIR
-1,08
26
12.014
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.