Fótbrotnaði illa við að safna jólatrjám fyrir bæjarfélagið sitt Benedikt Bóas skrifar 10. janúar 2018 09:00 Elvar Ásgeirsson á heimili sínu í gær. Vísir/Vilhelm Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, mun trúlega ekki spila meira í vetur en hann fótbrotnaði þegar hann rann í hálku við að safna jólatrjám fyrir Mosfellsbæ, sem er árleg fjáröflun handboltadeildarinnar. Hann heyrði löppina brotna þegar hann lenti. Fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel. „Ef maður horfir á stóru myndina þá eru 12 vikur ekki langur tími en akkúrat núna, þegar ég ligg uppi í sófa, þá er ég auðvitað hundfúll,“ segir Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, en hann varð fyrir því óláni að fótbrotna í árlegri fjáröflun deildarinnar, að safna saman jólatrjám Mosfellinga. Litlar líkur eru á því að Elvar nái að klína á sig harpixi það sem eftir er tímabilsins en hann er þó ekki alveg búinn að gefa upp alla von. „Eins og staðan er í dag er ég ekki að horfa á þetta tímabil en ef liðsfélagar mínir fara alla leið þá er Íslandsmótið að klárast um miðjan maí.“ Elvar fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel enda þótt brotið hafi verið ljótt var það hreint og ökklinn slapp. Þeir sem hafa séð um hann segja að ef hann passi sig eigi beinið að gróa vel og verða jafn sterkt á ný – sem hann segir að sé ákveðinn léttir.Vísir/Vilhelm„Það var flughált þegar við vorum að tína upp trén og ég var í smá halla og ætlaði að láta mig renna á báðum fótum að bílnum sem við vorum á og stoppa mig þannig af. Ég rann löturhægt áfram en missti skyndilega fótanna og fann að ég var að detta á hnakkann. Ég ætlaði eitthvað að reyna að bjarga mér og setja vinstri löppina undir mig en hún krumpast og beyglast og ég dett á hana þannig að ég heyri hana brotna.“ Meiðsli Elvars eru mikið áfall fyrir lið Aftureldingar en Elvar er algjör lykilleikmaður í liðinu og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili með 69 mörk í 13 leikjum. „Ég var að spila vel í desember fannst mér. En þetta er eitthvað sem gerðist og nú þarf ég að vera sterkur andlega. Ég er ekkert kornungur en ég á langan feril fyrir höndum,“ segir hann. Þótt áfallið sé stórt sér Elvar ljós í myrkrinu og horfir meðal annars til landsliðsmarkvarðarins í fótbolta, Hannesar Halldórssonar, sem meiddist skömmu fyrir Evrópumótið en kom til baka sterkari en áður. „Ég tek Hannes klárlega mér til fyrirmyndar og ætla að mæta bæði helskafinn og tilbúinn um leið og ég get.“ Olís-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, mun trúlega ekki spila meira í vetur en hann fótbrotnaði þegar hann rann í hálku við að safna jólatrjám fyrir Mosfellsbæ, sem er árleg fjáröflun handboltadeildarinnar. Hann heyrði löppina brotna þegar hann lenti. Fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel. „Ef maður horfir á stóru myndina þá eru 12 vikur ekki langur tími en akkúrat núna, þegar ég ligg uppi í sófa, þá er ég auðvitað hundfúll,“ segir Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, en hann varð fyrir því óláni að fótbrotna í árlegri fjáröflun deildarinnar, að safna saman jólatrjám Mosfellinga. Litlar líkur eru á því að Elvar nái að klína á sig harpixi það sem eftir er tímabilsins en hann er þó ekki alveg búinn að gefa upp alla von. „Eins og staðan er í dag er ég ekki að horfa á þetta tímabil en ef liðsfélagar mínir fara alla leið þá er Íslandsmótið að klárast um miðjan maí.“ Elvar fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel enda þótt brotið hafi verið ljótt var það hreint og ökklinn slapp. Þeir sem hafa séð um hann segja að ef hann passi sig eigi beinið að gróa vel og verða jafn sterkt á ný – sem hann segir að sé ákveðinn léttir.Vísir/Vilhelm„Það var flughált þegar við vorum að tína upp trén og ég var í smá halla og ætlaði að láta mig renna á báðum fótum að bílnum sem við vorum á og stoppa mig þannig af. Ég rann löturhægt áfram en missti skyndilega fótanna og fann að ég var að detta á hnakkann. Ég ætlaði eitthvað að reyna að bjarga mér og setja vinstri löppina undir mig en hún krumpast og beyglast og ég dett á hana þannig að ég heyri hana brotna.“ Meiðsli Elvars eru mikið áfall fyrir lið Aftureldingar en Elvar er algjör lykilleikmaður í liðinu og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili með 69 mörk í 13 leikjum. „Ég var að spila vel í desember fannst mér. En þetta er eitthvað sem gerðist og nú þarf ég að vera sterkur andlega. Ég er ekkert kornungur en ég á langan feril fyrir höndum,“ segir hann. Þótt áfallið sé stórt sér Elvar ljós í myrkrinu og horfir meðal annars til landsliðsmarkvarðarins í fótbolta, Hannesar Halldórssonar, sem meiddist skömmu fyrir Evrópumótið en kom til baka sterkari en áður. „Ég tek Hannes klárlega mér til fyrirmyndar og ætla að mæta bæði helskafinn og tilbúinn um leið og ég get.“
Olís-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti