Gucci opnar fínan veitingastað Ritstjórn skrifar 10. janúar 2018 09:45 Glamour/Getty Gucci hefur opnað fimmtíu-sæta veitingastað á torginu Piazza della Signoria í Flórens, þar sem boðið er upp á lúxus upplifun og fínan mat. Staðurinn heitir Gucci Osteria. Viðskiptavinir Gucci geta nú upplifað tískuhúsið í gegnum mat en ekki einungis fatnað og fylgihluti. Fatamerki um allan heim leita nú að aðferðum til að byggja upp upplifun viðskiptavinarins á merkinu, og er Gucci Osteria tilraun til þess. Á matseðlinum verður meðal annars boðið upp á sveppa-risotto og parmesan-pasta, og mun hver réttur kosta á bilinu 20- 30 evrur. Fínn matur er lúxus-vara rétt eins og tískan er, svo þetta gæti verið rétta skrefið fyrir Gucci. Yfirkokkur veitingastaðarins heitir Massimo Bottura, en hann hefur hlotið þrjár Michelin-stjörnur á ferli sínum, fyrir staðinn Osteria Francescana. Maturinn verður án efa gómsætur. Það verður gaman að sjá hvort önnur stór lúxus-tískuhús fylgi eftir Gucci í þessum efnum, en Gucci hefur verið ákveðinn brautryðjandi þegar kemur að markaðssetningu og ákvörðunum sem teknar voru á síðasta ári. Sjá: Gucci hættir að nota loð. Mest lesið Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds eignast sitt annað barn Glamour Rihanna gefur út línu af snyrtivörum Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Glamour Undarlegar níu mínútur með Bieber Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour
Gucci hefur opnað fimmtíu-sæta veitingastað á torginu Piazza della Signoria í Flórens, þar sem boðið er upp á lúxus upplifun og fínan mat. Staðurinn heitir Gucci Osteria. Viðskiptavinir Gucci geta nú upplifað tískuhúsið í gegnum mat en ekki einungis fatnað og fylgihluti. Fatamerki um allan heim leita nú að aðferðum til að byggja upp upplifun viðskiptavinarins á merkinu, og er Gucci Osteria tilraun til þess. Á matseðlinum verður meðal annars boðið upp á sveppa-risotto og parmesan-pasta, og mun hver réttur kosta á bilinu 20- 30 evrur. Fínn matur er lúxus-vara rétt eins og tískan er, svo þetta gæti verið rétta skrefið fyrir Gucci. Yfirkokkur veitingastaðarins heitir Massimo Bottura, en hann hefur hlotið þrjár Michelin-stjörnur á ferli sínum, fyrir staðinn Osteria Francescana. Maturinn verður án efa gómsætur. Það verður gaman að sjá hvort önnur stór lúxus-tískuhús fylgi eftir Gucci í þessum efnum, en Gucci hefur verið ákveðinn brautryðjandi þegar kemur að markaðssetningu og ákvörðunum sem teknar voru á síðasta ári. Sjá: Gucci hættir að nota loð.
Mest lesið Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds eignast sitt annað barn Glamour Rihanna gefur út línu af snyrtivörum Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Glamour Undarlegar níu mínútur með Bieber Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour