Adidas, Burberry og pólitísk skilaboð fyrir unga fólkið Ritstjórn skrifar 16. janúar 2018 10:30 Glamour/Skjáskot Gosha Rubchinskiy hefur undanfarin ár sýnt fatalínur sínar á völdum stöðum í Rússlandi, og vetrarlínan hans fyrir 2018 var engin undantekning. Sýningin átti sér stað í Yekaterinburg síðastliðinn sunnudag. Fyrirsæturnar eru ungar, en kúnnarnir hans eru það aðallega líka. Gosha er mjög vinsæll meðal ungs fólks í Evrópu, Asíu og Ameríku, þar sem oft er beðið í röðum eftir nýjustu fatalínum hans. Gosha hefur undanfarið unnið með Adidas og Burberry og er þessi lína engin undantekning. Mismunandi gallaefnum er blandað saman í jökkum og buxum, mikið er um íþróttagalla en einnig stuttermaskyrtur sem minna svolítið á herklæðnað. Ameríska, japanska og rússneska fánanum er skeytt saman á treflum, stórum bakpokum og bolum. Adidas strigaskór voru áberandi en einnig gömlu góðu Dr. Martens skórnir. Eflaust verður beðið eftir þessari línu með mikilli eftirvæntingu, enda margar spennandi flíkur í línunni. Gosha Rubchinskiy fæst í Geysi á Skólavörðustíg. Mest lesið Stjörnurnar mættu á Erdem x H&M í L.A Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour Fokk ofbeldi húfur eftir fremstu hönnuði landsins seldar á uppboði Glamour Vinna best saman í liði Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Tísku - og kóngafólk sameinast í höllinni Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Glamour Brjóta blað með nýrri hárauglýsingu Glamour
Gosha Rubchinskiy hefur undanfarin ár sýnt fatalínur sínar á völdum stöðum í Rússlandi, og vetrarlínan hans fyrir 2018 var engin undantekning. Sýningin átti sér stað í Yekaterinburg síðastliðinn sunnudag. Fyrirsæturnar eru ungar, en kúnnarnir hans eru það aðallega líka. Gosha er mjög vinsæll meðal ungs fólks í Evrópu, Asíu og Ameríku, þar sem oft er beðið í röðum eftir nýjustu fatalínum hans. Gosha hefur undanfarið unnið með Adidas og Burberry og er þessi lína engin undantekning. Mismunandi gallaefnum er blandað saman í jökkum og buxum, mikið er um íþróttagalla en einnig stuttermaskyrtur sem minna svolítið á herklæðnað. Ameríska, japanska og rússneska fánanum er skeytt saman á treflum, stórum bakpokum og bolum. Adidas strigaskór voru áberandi en einnig gömlu góðu Dr. Martens skórnir. Eflaust verður beðið eftir þessari línu með mikilli eftirvæntingu, enda margar spennandi flíkur í línunni. Gosha Rubchinskiy fæst í Geysi á Skólavörðustíg.
Mest lesið Stjörnurnar mættu á Erdem x H&M í L.A Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour Fokk ofbeldi húfur eftir fremstu hönnuði landsins seldar á uppboði Glamour Vinna best saman í liði Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Tísku - og kóngafólk sameinast í höllinni Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Glamour Brjóta blað með nýrri hárauglýsingu Glamour