Taka þekktar baráttukonur með sér á rauða dregilinn Ritstjórn skrifar 7. janúar 2018 22:45 Emma Stone og Billy Jean King við frumsýningu myndarinnar Battle of the Sexes. Glamour/Getty Það er óhætt að fullyrða að spennan er mikil fyrir Golden Globes verðlaunaafhendinguna í Los Angeles í kvöld. Mikið hefur gengið á í Hollywood undanfarna mánuði og er verðlaunaafhending fyrsti viðburðurinn síðan flett var ofan af Weinstein skandalnum, #metoo byltingunni og nú síðast Times Up. Leikkonur ætla að sýna samstöðu í kvöld með því að klæðast svörtu á rauða dreglinum og heyrst hefur að það fjölmiðlafólk sem er staðsett á viðburðinum ætli sér að spyrja öðruvísi spurninga í ár, og ekki bara forvitnast um hönnun fatnaðar fræga fólksins. 8 leikkonur hafa ákveðið að taka þetta skrefinu lengra en þær hafa boðið þekktum baráttukonum, hver á sínu sviði, með sér á rauða dregilinn. Tilgangurinn með því að er að vekja athygli á málstað þessara kvenna. Emma Stone tekur með sér Billy Jean King, sem hún leikur einmitt í myndinni Battle of the Sexes en King er fræg tennis hetja sem ruddi brautina fyrir kvenkyns íþróttafólk. Meryl Streep tekur með sér Ai-gen Poo, sem meðal annars er forstjóri National Domestic Workers Alliance. Susan Sarandon mætir með Rosu Clemente, stofnandi Know Thy Self Productions. Emma Watson kemur með Marai Larasi, sem stjórnar Imkaan samtökunum í Bretlandi. Michelle Williams mætir með Tarönu Burke, sem er best þekkt fyrir að hrinda #metoo átakinu af stað fyrir heilum áratug síðan. Laura Dern mætir með Mónicu Ramírez, stofnandi Alianza Nacional de Campesinas. Shailene Woodley kemur með Calinu Lawrence, sem berst fyrir auknum réttindum frumbyggja í Ameríku. Amy Poehler mætir svo ásamt Saru Jayaraman sem leiðir herferðina One Fair Wage. Þó að litagleðin verði kannski ekki allsráðandi á rauða dreglinum í kvöld er nokkuð víst að við eigum áhugavert kvöld í vændum! Golden Globes Hollywood Mál Harvey Weinstein Mest lesið Smekkbuxur fyrir karlmenn Glamour Ótrúleg afsökun frá Balenciaga og MyTheresa Glamour Staðfestir trúlofunina á forsíðu Goop Glamour Flott ábreiða Lykke Li af Drake Glamour Helena Christensen á forsíðu hátíðarblaðs Glamour Glamour Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Glamour Lífrænar gallabuxur frá Danmörku Glamour 3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Glamour Hvernig gerum við góð kaup á útsölum? Glamour Beyonce og Blue Ivy í Gucci á körfuboltaleik Glamour
Það er óhætt að fullyrða að spennan er mikil fyrir Golden Globes verðlaunaafhendinguna í Los Angeles í kvöld. Mikið hefur gengið á í Hollywood undanfarna mánuði og er verðlaunaafhending fyrsti viðburðurinn síðan flett var ofan af Weinstein skandalnum, #metoo byltingunni og nú síðast Times Up. Leikkonur ætla að sýna samstöðu í kvöld með því að klæðast svörtu á rauða dreglinum og heyrst hefur að það fjölmiðlafólk sem er staðsett á viðburðinum ætli sér að spyrja öðruvísi spurninga í ár, og ekki bara forvitnast um hönnun fatnaðar fræga fólksins. 8 leikkonur hafa ákveðið að taka þetta skrefinu lengra en þær hafa boðið þekktum baráttukonum, hver á sínu sviði, með sér á rauða dregilinn. Tilgangurinn með því að er að vekja athygli á málstað þessara kvenna. Emma Stone tekur með sér Billy Jean King, sem hún leikur einmitt í myndinni Battle of the Sexes en King er fræg tennis hetja sem ruddi brautina fyrir kvenkyns íþróttafólk. Meryl Streep tekur með sér Ai-gen Poo, sem meðal annars er forstjóri National Domestic Workers Alliance. Susan Sarandon mætir með Rosu Clemente, stofnandi Know Thy Self Productions. Emma Watson kemur með Marai Larasi, sem stjórnar Imkaan samtökunum í Bretlandi. Michelle Williams mætir með Tarönu Burke, sem er best þekkt fyrir að hrinda #metoo átakinu af stað fyrir heilum áratug síðan. Laura Dern mætir með Mónicu Ramírez, stofnandi Alianza Nacional de Campesinas. Shailene Woodley kemur með Calinu Lawrence, sem berst fyrir auknum réttindum frumbyggja í Ameríku. Amy Poehler mætir svo ásamt Saru Jayaraman sem leiðir herferðina One Fair Wage. Þó að litagleðin verði kannski ekki allsráðandi á rauða dreglinum í kvöld er nokkuð víst að við eigum áhugavert kvöld í vændum!
Golden Globes Hollywood Mál Harvey Weinstein Mest lesið Smekkbuxur fyrir karlmenn Glamour Ótrúleg afsökun frá Balenciaga og MyTheresa Glamour Staðfestir trúlofunina á forsíðu Goop Glamour Flott ábreiða Lykke Li af Drake Glamour Helena Christensen á forsíðu hátíðarblaðs Glamour Glamour Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Glamour Lífrænar gallabuxur frá Danmörku Glamour 3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Glamour Hvernig gerum við góð kaup á útsölum? Glamour Beyonce og Blue Ivy í Gucci á körfuboltaleik Glamour