Merki um versnandi afkomu fyrirtækja Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 3. október 2018 08:00 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Versnandi afkoma og minnkandi samkeppnishæfni fyrirtækja á Íslandi kemur skýrt fram í nýbirtum tölum embættis ríkisskattstjóra yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Ríkisskattstjóri birti helstu tölur yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2017 í síðustu viku. Stærstu breytingarnar snerta tekjuskatt lögaðila, sem lækkar um 5,6 milljarða króna og tryggingagjald, sem hækkar um 5,9 milljarða króna. „Tölurnar draga upp mjög skýra mynd. Samdráttur tekjuskatts lögaðila segir okkur að afkoma fyrirtækja hafi heilt yfir verið verri á síðasta ári en hún var á árinu þar á undan. Hækkun tryggingagjaldsins segir okkur að á sama tíma og afkoman versnaði hafi opinberar álögur á fyrirtækin aukist,“ segir Sigurður. „Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig hefur dregið úr samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs á undanförnum árum.“ Hækkun tryggingagjaldsins, sem er hlutfall af launakostnaði, bendir einnig til þess að launahækkanir undanfarinna ára hafi haft áhrif á afkomu fyrirtækja og að launþegar séu að taka stærri hluta af kökunni en áður. Sigurður telur að þessi þróun mála hafi haldið áfram á árinu 2018. „Það bendir margt til þess að afkoma fyrirtækja sé heilt yfir lakari í ár en í fyrra. Við sjáum áframhaldandi þróun í þessa átt sem eru mjög slæmar fréttir fyrir hagkerfið.“ Í fjárlögum er reiknað með að tryggingagjaldið skili ríflega 100,8 milljörðum króna á næsta ári sem er tæplega 3,5 milljörðum krónum meira en á þessu ári, þrátt fyrir boðaða lækkun upp á 0,25 prósentustig. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Versnandi afkoma og minnkandi samkeppnishæfni fyrirtækja á Íslandi kemur skýrt fram í nýbirtum tölum embættis ríkisskattstjóra yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Ríkisskattstjóri birti helstu tölur yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2017 í síðustu viku. Stærstu breytingarnar snerta tekjuskatt lögaðila, sem lækkar um 5,6 milljarða króna og tryggingagjald, sem hækkar um 5,9 milljarða króna. „Tölurnar draga upp mjög skýra mynd. Samdráttur tekjuskatts lögaðila segir okkur að afkoma fyrirtækja hafi heilt yfir verið verri á síðasta ári en hún var á árinu þar á undan. Hækkun tryggingagjaldsins segir okkur að á sama tíma og afkoman versnaði hafi opinberar álögur á fyrirtækin aukist,“ segir Sigurður. „Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig hefur dregið úr samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs á undanförnum árum.“ Hækkun tryggingagjaldsins, sem er hlutfall af launakostnaði, bendir einnig til þess að launahækkanir undanfarinna ára hafi haft áhrif á afkomu fyrirtækja og að launþegar séu að taka stærri hluta af kökunni en áður. Sigurður telur að þessi þróun mála hafi haldið áfram á árinu 2018. „Það bendir margt til þess að afkoma fyrirtækja sé heilt yfir lakari í ár en í fyrra. Við sjáum áframhaldandi þróun í þessa átt sem eru mjög slæmar fréttir fyrir hagkerfið.“ Í fjárlögum er reiknað með að tryggingagjaldið skili ríflega 100,8 milljörðum króna á næsta ári sem er tæplega 3,5 milljörðum krónum meira en á þessu ári, þrátt fyrir boðaða lækkun upp á 0,25 prósentustig.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira