Íslenska landsliðið U18 ára í handbolta tapaði með sex marka mun gegn Spánverjum í lokaleik milliriðilsins.
Lokatölur urðu 33-27 en Ísland hafði fyrir leikinn tryggt sér sæti í undanúrslitum. Spánverjar leiddu 18-13 í hálfleik.
Einar Örn Sindrason skoraði fimm mörk, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson og Viktor Andri Jónsson fjögur. Lykilmenn íslenska liðsins voru hvíldir fyrir undanúrslitin.
Ísland spilar því við Króatíu í undanúrslitunum en leikið verður annað kvöld. Þrjár Norðurlandaþjóðir eru í undanúrslitunum því í hinum undanúrslitaleiknum mætast Danmörk og Svíþjóð.
