Jonni sendi stuðningsmönnum pillu: „Ógeðslegt“ og „til skammar fyrir félögin“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2018 14:30 Sérfræðingar Körfuboltakvölds voru vægast sagt óánægð með lélega mætingu í Valsheimilnu á laugardag. Eins og sést var mjög lítið af fólki í stúkunni. vísir Í kvöld fer fram þriðji leikur úrslitaeinvígis Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Valur vann síðasta leik á heimavelli sínum þar sem lokamínúturnar voru hörkuspennandi Fáir urðu hins vegar vitni að þessum lokamínútum, því aðeins örfáar hræður voru í stúkunni. Mætingin var svo léleg að sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds, sem hituðu upp fyrir leikinn í beinni frá Hlíðarenda, höfðu orð á henni og lágu ekki á skoðunum sínum. „Ég hef ekki lýsingarorð og ég veit ekki hvort ég megi segja þau orð sem mig langar að segja um þetta,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Mér finnst þetta bara gjörsamlega fáránlegt og til skammar fyrir félögin.“ „Hérna í dag, það eru ekki einu sinni tveir frá hverjum leikmanni [...] Mér finnst ógeðslegt að horfa á þetta, þær eiga þetta ekki skilið.“ Pálína María Gunnlaugsdóttir tók undir orð Jóns Halldórs og skaut föstum skotum. „Svo er fólk að kvarta yfir því að það sé ekki nógu mikil umfjöllun, umgjörð og eitthvað, hvar er þetta fólk? Er það í stúkunni?“ spurði Pálína. „Það er fullt af fólki sem vælir yfir því að konur fái ekki sömu meðferð og karlar í kringum íþróttir. Það er enginn munur á umgjörðinni hérna og í kringum karlaleikinn í gærkvöldi [leik KR og Tindastóls í úrslitum karlamegin] en þar var stappað,“ bætti Jón Halldór við. Leikur Hauka og Vals fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 19:15. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
Í kvöld fer fram þriðji leikur úrslitaeinvígis Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Valur vann síðasta leik á heimavelli sínum þar sem lokamínúturnar voru hörkuspennandi Fáir urðu hins vegar vitni að þessum lokamínútum, því aðeins örfáar hræður voru í stúkunni. Mætingin var svo léleg að sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds, sem hituðu upp fyrir leikinn í beinni frá Hlíðarenda, höfðu orð á henni og lágu ekki á skoðunum sínum. „Ég hef ekki lýsingarorð og ég veit ekki hvort ég megi segja þau orð sem mig langar að segja um þetta,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Mér finnst þetta bara gjörsamlega fáránlegt og til skammar fyrir félögin.“ „Hérna í dag, það eru ekki einu sinni tveir frá hverjum leikmanni [...] Mér finnst ógeðslegt að horfa á þetta, þær eiga þetta ekki skilið.“ Pálína María Gunnlaugsdóttir tók undir orð Jóns Halldórs og skaut föstum skotum. „Svo er fólk að kvarta yfir því að það sé ekki nógu mikil umfjöllun, umgjörð og eitthvað, hvar er þetta fólk? Er það í stúkunni?“ spurði Pálína. „Það er fullt af fólki sem vælir yfir því að konur fái ekki sömu meðferð og karlar í kringum íþróttir. Það er enginn munur á umgjörðinni hérna og í kringum karlaleikinn í gærkvöldi [leik KR og Tindastóls í úrslitum karlamegin] en þar var stappað,“ bætti Jón Halldór við. Leikur Hauka og Vals fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 19:15.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira