Sjónarhorn kvenna og karla saman gerir heiminn betri Brynhildur Björnsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 15:00 Hildur Petersen hlýtur þakkarviðurkenningu FKA í ár. MYND/Anton Brink Hildur Petersen athafnakona hlýtur þakkarviðurkenningu FKA að þessu sinni. Hildur er frumkvöðull á ýmsum sviðum og hefur verið virk í viðskiptalífinu frá árinu 1978. Hún er fyrsta konan sem var kjörin í Viðskiptaráð árið1990, fyrsta konan í stjórn banka árið 1987 og fyrsta konan á Íslandi til að skrá fyrirtæki á verðbréfamarkað.„Það er skrítið að hugsa til baka að það skuli ekki hafa verið fleiri konur að taka að sér slík verkefni á þessum tíma,“ segir Hildur, „og ég var svolítið vön því að vera alltaf ein í stjórnum með körlum en ég sá það fljótt hvað það var bæði áhrifaríkara og skemmtilegra þegar það var blanda af konum og körlum, hvort sem það er í stjórnum eða einhverri annarri starfsemi.“ Hún settist enn fremur í fyrstu stjórn FKA árið 1999 og sat þar í níu ár og finnst ótrúlega mikið hafa breyst frá þeim tíma. „Sem dæmi má nefna að árið 1994 var ég á forsíðu tímaritsins Frjálsrar verslunar ásamt Rakel Olsen og Guðrúnu Lárusdóttur. Þá var rétt hægt að finna tíu konur í viðskiptalífinu sem hægt var að hampa. Svona var líka staðan þegar FKA var stofnað. Nú gefur Frjáls verslun út blað árlega um hundrað áhrifamestu konurnar í viðskiptalífinu og það eru mun fleiri góðar konur í stjórnunarstörfum. Og þó það sækist seint að koma okkur í áhrifamestu stöðurnar hefur tíðarandinn breyst verulega. En af hverju við erum ekki komin lengra get ég ekki alveg sett fingur á, það er einhver ósýnilegur veggur. Konur eru jafn vel menntaðar, þær gefa sig jafnmikið í verkefnin og karlar og eru alveg tilbúnar í þetta en strákunum finnst kannski þægilegra að vera saman, alveg eins og konum finnst ekki leiðinlegt að vera saman heldur. En ég verð að segja að út frá mínu sjónarhorni hefur mér alltaf fundist bæði áhrifaríkara og skemmtilegra þegar kynin vinna saman. Það hefur alltaf verið innprentað í mig að þannig virki það best.“ Þess má geta að Hans Petersen ljósmyndavörufyrirtækið sem Hildur stýrði í rúm tuttugu ár fékk fyrstu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 1994. Hildur bendir á að FKA hafi einnig unnið markvisst að því gegnum árin að virkja atvinnulífið með sér. „Við vorum í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð og í kjölfarið jókst skilningur á því að þetta er ekki vandamál kvenna heldur atvinnulífsins þegar sjónarmið beggja kynja koma ekki að borðinu.“ Hildur Petersen hefur komið víða við í atvinnulífinu en í dag á fyrirtækið Vistvæn framtíð hug hennar allan en það var stofnað með það að leiðarljósi að minnka plastnotkun. „Þessi meinsemd hefur verið mér hugleikin í tvö til þrjú ár. Ég ákvað að fá til mín þrjá myndlistarmenn og rithöfunda til að vinna að hugmynd sem tengist menguninni í hafinu. Þetta eru ögrandi myndir sem sýna framtíðina sem blasir við okkur, bæði í máli og myndum, sem við látum prenta á innkaupapoka sem við erum að selja víða og markmiðið er að vekja fólk til vitundar um plastnotkun sína og gefa valkost við plastnotkun.“ En hver eru næstu skref fyrir konur í atvinnurekstri í átt að jafnrétti?„Þetta er stór og mikil spurning,“ segir Hildur. „Ég held að FKA sé að gera mjög góða hluti með því til dæmis að gera konur sýnilegar í fjölmiðlum því það skiptir máli að konur komi fram og segi sínar skoðanir, þá kemur það smám saman í ljós að konur eru auðvitað oft með önnur sjónarhorn sem stuðla að þarfri framþróun. Við þurfum að virkja atvinnulífið enn betur með okkur því með sjónarhorn karla og kvenna við borðið verður heimurinn betri." Sjá nánari umfjöllun í sérblaðinu Konur í atvinnulífinu. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Hildur Petersen athafnakona hlýtur þakkarviðurkenningu FKA að þessu sinni. Hildur er frumkvöðull á ýmsum sviðum og hefur verið virk í viðskiptalífinu frá árinu 1978. Hún er fyrsta konan sem var kjörin í Viðskiptaráð árið1990, fyrsta konan í stjórn banka árið 1987 og fyrsta konan á Íslandi til að skrá fyrirtæki á verðbréfamarkað.„Það er skrítið að hugsa til baka að það skuli ekki hafa verið fleiri konur að taka að sér slík verkefni á þessum tíma,“ segir Hildur, „og ég var svolítið vön því að vera alltaf ein í stjórnum með körlum en ég sá það fljótt hvað það var bæði áhrifaríkara og skemmtilegra þegar það var blanda af konum og körlum, hvort sem það er í stjórnum eða einhverri annarri starfsemi.“ Hún settist enn fremur í fyrstu stjórn FKA árið 1999 og sat þar í níu ár og finnst ótrúlega mikið hafa breyst frá þeim tíma. „Sem dæmi má nefna að árið 1994 var ég á forsíðu tímaritsins Frjálsrar verslunar ásamt Rakel Olsen og Guðrúnu Lárusdóttur. Þá var rétt hægt að finna tíu konur í viðskiptalífinu sem hægt var að hampa. Svona var líka staðan þegar FKA var stofnað. Nú gefur Frjáls verslun út blað árlega um hundrað áhrifamestu konurnar í viðskiptalífinu og það eru mun fleiri góðar konur í stjórnunarstörfum. Og þó það sækist seint að koma okkur í áhrifamestu stöðurnar hefur tíðarandinn breyst verulega. En af hverju við erum ekki komin lengra get ég ekki alveg sett fingur á, það er einhver ósýnilegur veggur. Konur eru jafn vel menntaðar, þær gefa sig jafnmikið í verkefnin og karlar og eru alveg tilbúnar í þetta en strákunum finnst kannski þægilegra að vera saman, alveg eins og konum finnst ekki leiðinlegt að vera saman heldur. En ég verð að segja að út frá mínu sjónarhorni hefur mér alltaf fundist bæði áhrifaríkara og skemmtilegra þegar kynin vinna saman. Það hefur alltaf verið innprentað í mig að þannig virki það best.“ Þess má geta að Hans Petersen ljósmyndavörufyrirtækið sem Hildur stýrði í rúm tuttugu ár fékk fyrstu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 1994. Hildur bendir á að FKA hafi einnig unnið markvisst að því gegnum árin að virkja atvinnulífið með sér. „Við vorum í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð og í kjölfarið jókst skilningur á því að þetta er ekki vandamál kvenna heldur atvinnulífsins þegar sjónarmið beggja kynja koma ekki að borðinu.“ Hildur Petersen hefur komið víða við í atvinnulífinu en í dag á fyrirtækið Vistvæn framtíð hug hennar allan en það var stofnað með það að leiðarljósi að minnka plastnotkun. „Þessi meinsemd hefur verið mér hugleikin í tvö til þrjú ár. Ég ákvað að fá til mín þrjá myndlistarmenn og rithöfunda til að vinna að hugmynd sem tengist menguninni í hafinu. Þetta eru ögrandi myndir sem sýna framtíðina sem blasir við okkur, bæði í máli og myndum, sem við látum prenta á innkaupapoka sem við erum að selja víða og markmiðið er að vekja fólk til vitundar um plastnotkun sína og gefa valkost við plastnotkun.“ En hver eru næstu skref fyrir konur í atvinnurekstri í átt að jafnrétti?„Þetta er stór og mikil spurning,“ segir Hildur. „Ég held að FKA sé að gera mjög góða hluti með því til dæmis að gera konur sýnilegar í fjölmiðlum því það skiptir máli að konur komi fram og segi sínar skoðanir, þá kemur það smám saman í ljós að konur eru auðvitað oft með önnur sjónarhorn sem stuðla að þarfri framþróun. Við þurfum að virkja atvinnulífið enn betur með okkur því með sjónarhorn karla og kvenna við borðið verður heimurinn betri." Sjá nánari umfjöllun í sérblaðinu Konur í atvinnulífinu.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira