Litirnir eru brúnir, bleikir, ljósbláir og rauðir, sem tónar allt vel saman í dressinu sjálfu. Allir skórnir eru flatbotna, en tískuhúsin eru farin að færa sig frá háu pinnahælunum og farin að hugsa um þægindin, eins og kúnninn sjálfur. Grófa sauma og andstæður má finna í kápum og jökkum, og einnig íþróttalegar prjónapeysur. Mikið er um mynstur og skemmtilegar litasamsetningar.
Línan er sjálf mjög klæðileg og margar flíkur sem maður gæti hugsað sér klæðast. Tískuvikan byrjar síðan af alvöru í febrúar þar sem gaman verður að sjá hvernig línurnar hafa þróast.







