RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2018 18:30 Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. RÚV hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um aðskilnað samkeppnisrekstrar og almannaþjónustu. Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. Hlutverk og skyldur Ríkisútvarpsins vegna almannaþjónustu koma fram í 3. gr. laganna um Ríkisútvarpið. Í 4. gr. laganna segir: „Ríkisútvarpið skal stofna og reka dótturfélög, sem að fullu leyti eru í eigu þess, fyrir aðra starfsemi en þá sem kveðið er á um í 3. gr.“ Í greinargerð með frumvarpi til laganna er þetta ákvæði útskýrt þannig að starfsemi í samkeppnisrekstri þurfi að vera fjárhagslega aðgreind frá móðurfélaginu og sala auglýsinga- og kostunar í dagskrá móðurfélagsins (RÚV) þurfi að vera í dótturfélagi. Gildistöku þessa ákvæðis var frestað í fimm ár þegar lögin um RÚV voru samþykkt á Alþingi árið 2013 eða til 1. janúar 2018. Frá byrjun þessa árs hefur hvílt lagaskylda á RÚV að stofna dótturfélag utan um þessa starfsemi. Ríkisútvarpið hefur hins vegar ekki stofnað dótturfélag eða dótturfélög og látið samkeppnisrekstur sinn, þann hluta rekstrarins sem er í beinni samkeppni við einkarekna fjölmiðla, standa inni í sama félagi og rekstur almannaþjónustunnar. Fréttastofan óskaði í dag eftir skýringum hjá RÚV á því hvers vegna stofnunin hefði ekki stofnað dótturfélag. Hvorki Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri né Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri veittu kost á viðtali. Margrét segir hins vegar í skriflegu svari að unnið sé að útfærslu 4. greinarinnar í samstarfi RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Það eru ýmis lagaleg álitaefni sem finna þarf lausn á áður en næstu skref verða tekin,“ segir hún. Á stjórnarfundi RÚV ohf. í dag stóð meðal annars til að ræða framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði. Fréttastofan náði tali af Kára Jónassyni formanni stjórnar RÚV fyrir fundinn og sagðist hann vona að RÚV færi að lögum og reglum. Kvartanir vegna auglýsingasölu RÚV væru til meðferðar hjá bæði Samkeppniseftirlitinu og Fjölmiðlanefnd og stjórn félagsins biði niðurstöðu þessara stofnana áður en hún myndi eitthvað aðhafast.Framganga RÚV á auglýsingamarkaði harðlega gagnrýnd Framganga RÚV á auglýsingamarkaði hefur sætt harðri gagnrýni á síðustu vikum en það var sjónvarpsstöðin Hringbraut sem kvartaði til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Stjórnendur Hringbrautar telja að RÚV hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði með auglýsingar með því að samtvinna sölu á auglýsingum fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta við sölu á auglýsingaplássi fyrir óskylda dagskrárliði. Var auglýsendum meðal annars boðið að kaupa 10 milljóna króna auglýsingapakka sem fól í sér auglýsingar allt árið. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. Hlutverk og skyldur Ríkisútvarpsins vegna almannaþjónustu koma fram í 3. gr. laganna um Ríkisútvarpið. Í 4. gr. laganna segir: „Ríkisútvarpið skal stofna og reka dótturfélög, sem að fullu leyti eru í eigu þess, fyrir aðra starfsemi en þá sem kveðið er á um í 3. gr.“ Í greinargerð með frumvarpi til laganna er þetta ákvæði útskýrt þannig að starfsemi í samkeppnisrekstri þurfi að vera fjárhagslega aðgreind frá móðurfélaginu og sala auglýsinga- og kostunar í dagskrá móðurfélagsins (RÚV) þurfi að vera í dótturfélagi. Gildistöku þessa ákvæðis var frestað í fimm ár þegar lögin um RÚV voru samþykkt á Alþingi árið 2013 eða til 1. janúar 2018. Frá byrjun þessa árs hefur hvílt lagaskylda á RÚV að stofna dótturfélag utan um þessa starfsemi. Ríkisútvarpið hefur hins vegar ekki stofnað dótturfélag eða dótturfélög og látið samkeppnisrekstur sinn, þann hluta rekstrarins sem er í beinni samkeppni við einkarekna fjölmiðla, standa inni í sama félagi og rekstur almannaþjónustunnar. Fréttastofan óskaði í dag eftir skýringum hjá RÚV á því hvers vegna stofnunin hefði ekki stofnað dótturfélag. Hvorki Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri né Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri veittu kost á viðtali. Margrét segir hins vegar í skriflegu svari að unnið sé að útfærslu 4. greinarinnar í samstarfi RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Það eru ýmis lagaleg álitaefni sem finna þarf lausn á áður en næstu skref verða tekin,“ segir hún. Á stjórnarfundi RÚV ohf. í dag stóð meðal annars til að ræða framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði. Fréttastofan náði tali af Kára Jónassyni formanni stjórnar RÚV fyrir fundinn og sagðist hann vona að RÚV færi að lögum og reglum. Kvartanir vegna auglýsingasölu RÚV væru til meðferðar hjá bæði Samkeppniseftirlitinu og Fjölmiðlanefnd og stjórn félagsins biði niðurstöðu þessara stofnana áður en hún myndi eitthvað aðhafast.Framganga RÚV á auglýsingamarkaði harðlega gagnrýnd Framganga RÚV á auglýsingamarkaði hefur sætt harðri gagnrýni á síðustu vikum en það var sjónvarpsstöðin Hringbraut sem kvartaði til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Stjórnendur Hringbrautar telja að RÚV hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði með auglýsingar með því að samtvinna sölu á auglýsingum fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta við sölu á auglýsingaplássi fyrir óskylda dagskrárliði. Var auglýsendum meðal annars boðið að kaupa 10 milljóna króna auglýsingapakka sem fól í sér auglýsingar allt árið.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira