RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2018 18:30 Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. RÚV hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um aðskilnað samkeppnisrekstrar og almannaþjónustu. Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. Hlutverk og skyldur Ríkisútvarpsins vegna almannaþjónustu koma fram í 3. gr. laganna um Ríkisútvarpið. Í 4. gr. laganna segir: „Ríkisútvarpið skal stofna og reka dótturfélög, sem að fullu leyti eru í eigu þess, fyrir aðra starfsemi en þá sem kveðið er á um í 3. gr.“ Í greinargerð með frumvarpi til laganna er þetta ákvæði útskýrt þannig að starfsemi í samkeppnisrekstri þurfi að vera fjárhagslega aðgreind frá móðurfélaginu og sala auglýsinga- og kostunar í dagskrá móðurfélagsins (RÚV) þurfi að vera í dótturfélagi. Gildistöku þessa ákvæðis var frestað í fimm ár þegar lögin um RÚV voru samþykkt á Alþingi árið 2013 eða til 1. janúar 2018. Frá byrjun þessa árs hefur hvílt lagaskylda á RÚV að stofna dótturfélag utan um þessa starfsemi. Ríkisútvarpið hefur hins vegar ekki stofnað dótturfélag eða dótturfélög og látið samkeppnisrekstur sinn, þann hluta rekstrarins sem er í beinni samkeppni við einkarekna fjölmiðla, standa inni í sama félagi og rekstur almannaþjónustunnar. Fréttastofan óskaði í dag eftir skýringum hjá RÚV á því hvers vegna stofnunin hefði ekki stofnað dótturfélag. Hvorki Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri né Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri veittu kost á viðtali. Margrét segir hins vegar í skriflegu svari að unnið sé að útfærslu 4. greinarinnar í samstarfi RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Það eru ýmis lagaleg álitaefni sem finna þarf lausn á áður en næstu skref verða tekin,“ segir hún. Á stjórnarfundi RÚV ohf. í dag stóð meðal annars til að ræða framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði. Fréttastofan náði tali af Kára Jónassyni formanni stjórnar RÚV fyrir fundinn og sagðist hann vona að RÚV færi að lögum og reglum. Kvartanir vegna auglýsingasölu RÚV væru til meðferðar hjá bæði Samkeppniseftirlitinu og Fjölmiðlanefnd og stjórn félagsins biði niðurstöðu þessara stofnana áður en hún myndi eitthvað aðhafast.Framganga RÚV á auglýsingamarkaði harðlega gagnrýnd Framganga RÚV á auglýsingamarkaði hefur sætt harðri gagnrýni á síðustu vikum en það var sjónvarpsstöðin Hringbraut sem kvartaði til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Stjórnendur Hringbrautar telja að RÚV hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði með auglýsingar með því að samtvinna sölu á auglýsingum fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta við sölu á auglýsingaplássi fyrir óskylda dagskrárliði. Var auglýsendum meðal annars boðið að kaupa 10 milljóna króna auglýsingapakka sem fól í sér auglýsingar allt árið. Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. Hlutverk og skyldur Ríkisútvarpsins vegna almannaþjónustu koma fram í 3. gr. laganna um Ríkisútvarpið. Í 4. gr. laganna segir: „Ríkisútvarpið skal stofna og reka dótturfélög, sem að fullu leyti eru í eigu þess, fyrir aðra starfsemi en þá sem kveðið er á um í 3. gr.“ Í greinargerð með frumvarpi til laganna er þetta ákvæði útskýrt þannig að starfsemi í samkeppnisrekstri þurfi að vera fjárhagslega aðgreind frá móðurfélaginu og sala auglýsinga- og kostunar í dagskrá móðurfélagsins (RÚV) þurfi að vera í dótturfélagi. Gildistöku þessa ákvæðis var frestað í fimm ár þegar lögin um RÚV voru samþykkt á Alþingi árið 2013 eða til 1. janúar 2018. Frá byrjun þessa árs hefur hvílt lagaskylda á RÚV að stofna dótturfélag utan um þessa starfsemi. Ríkisútvarpið hefur hins vegar ekki stofnað dótturfélag eða dótturfélög og látið samkeppnisrekstur sinn, þann hluta rekstrarins sem er í beinni samkeppni við einkarekna fjölmiðla, standa inni í sama félagi og rekstur almannaþjónustunnar. Fréttastofan óskaði í dag eftir skýringum hjá RÚV á því hvers vegna stofnunin hefði ekki stofnað dótturfélag. Hvorki Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri né Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri veittu kost á viðtali. Margrét segir hins vegar í skriflegu svari að unnið sé að útfærslu 4. greinarinnar í samstarfi RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Það eru ýmis lagaleg álitaefni sem finna þarf lausn á áður en næstu skref verða tekin,“ segir hún. Á stjórnarfundi RÚV ohf. í dag stóð meðal annars til að ræða framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði. Fréttastofan náði tali af Kára Jónassyni formanni stjórnar RÚV fyrir fundinn og sagðist hann vona að RÚV færi að lögum og reglum. Kvartanir vegna auglýsingasölu RÚV væru til meðferðar hjá bæði Samkeppniseftirlitinu og Fjölmiðlanefnd og stjórn félagsins biði niðurstöðu þessara stofnana áður en hún myndi eitthvað aðhafast.Framganga RÚV á auglýsingamarkaði harðlega gagnrýnd Framganga RÚV á auglýsingamarkaði hefur sætt harðri gagnrýni á síðustu vikum en það var sjónvarpsstöðin Hringbraut sem kvartaði til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Stjórnendur Hringbrautar telja að RÚV hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði með auglýsingar með því að samtvinna sölu á auglýsingum fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta við sölu á auglýsingaplássi fyrir óskylda dagskrárliði. Var auglýsendum meðal annars boðið að kaupa 10 milljóna króna auglýsingapakka sem fól í sér auglýsingar allt árið.
Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira