Breski fatahönnuðurinn Stella McCartney kynnti nýjustu sólgleraugu sumarsins frá sínu merki og það eru gleraugnastíll sem við könnumst helst við hjá þeim sem stunda íþróttir - með marglituðu speglagleri og í sportlegum stíl.
Það er eitthvað við þetta- ekki jafn ljótt og okkur fannst fyrir nokkrum árum- og ekki verra að þessi gleraugu henta jafn vel á strætum borgarinnar sem og við allskyns útivist í sumar.