Dúnúlpur og blúndukjólar frá Valentino Ritstjórn skrifar 13. janúar 2018 09:00 Myndir/Valentino Dúnúlpur og snákamunstur er það sem sem ítalska tískuhúsið Valentino býður upp á í svokallaðri millilínu sinni fyrir næsta haust. Millilínur tískuhúsanna, núna kallaðar pre fall þykja gefa ágæta vísbendingu um hvað koma skal í þegar haust-og vetrarlínurnar verða sýndar á tískupöllunum í næsta mánuði. Það er því forvitnilegt að skoða og spá í trendum ársins sem er framundan. Valentino hefur ávallt verið þekkt fyrir kvenleg snið sín, guðdómlega kjóla og gullfalleg efni. Engin undantekning var á því núna þó að dúnúlpurnar, sem voru gerðar í samstarfi við útivistarmerkið Moncler, gefa þessari línu nýjan og hversdagslegri tón. Rauði liturinn heldur áfram, útsaumur og snákamynstur í lit. Við erum hrifnar og verðum illa sviknar ef við sjáum ekki einhvern af þessum kjólum á rauða dreglinum á næstu mánuðum. Mest lesið Stjörnum prýddur gestalisti Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour H&M kynnir /Nyden til leiks Glamour Willow Smith er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour H&M gerir línu úr endurunnum fötum Glamour Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Glamour Borðaðu sumartískuna 2016 Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Viðskiptavinir Kylie Cosmetis fengu tómar snyrtivörur Glamour Dekraðu við húðina í sumarfríinu Glamour
Dúnúlpur og snákamunstur er það sem sem ítalska tískuhúsið Valentino býður upp á í svokallaðri millilínu sinni fyrir næsta haust. Millilínur tískuhúsanna, núna kallaðar pre fall þykja gefa ágæta vísbendingu um hvað koma skal í þegar haust-og vetrarlínurnar verða sýndar á tískupöllunum í næsta mánuði. Það er því forvitnilegt að skoða og spá í trendum ársins sem er framundan. Valentino hefur ávallt verið þekkt fyrir kvenleg snið sín, guðdómlega kjóla og gullfalleg efni. Engin undantekning var á því núna þó að dúnúlpurnar, sem voru gerðar í samstarfi við útivistarmerkið Moncler, gefa þessari línu nýjan og hversdagslegri tón. Rauði liturinn heldur áfram, útsaumur og snákamynstur í lit. Við erum hrifnar og verðum illa sviknar ef við sjáum ekki einhvern af þessum kjólum á rauða dreglinum á næstu mánuðum.
Mest lesið Stjörnum prýddur gestalisti Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour H&M kynnir /Nyden til leiks Glamour Willow Smith er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour H&M gerir línu úr endurunnum fötum Glamour Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Glamour Borðaðu sumartískuna 2016 Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Viðskiptavinir Kylie Cosmetis fengu tómar snyrtivörur Glamour Dekraðu við húðina í sumarfríinu Glamour