Sýndarlýðræði Davíð Þorláksson skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Verkefninu Hverfið mitt lauk í síðustu viku þar sem borgarbúum gefst kostur á að koma með tillögur um hvað borgin gæti gert í hverfinu þeirra. Borgin velur nokkrar þeirra og leyfir íbúum að kjósa um þær. Borgin var ansi ánægð með að metþátttaka væri að þessu sinni, sem þó var aðeins 12,5% á meðan hún var 67% í borgarstjórnarkosningunum. Af hverju skyldu ekki fleiri vilja taka þátt? Skýringuna má kannski finna þegar farið er yfir þau verkefni sem kosið er um. Þar má t.d. finna endurbætur á göngustígum, malbikun, málun yfir veggjakrot, endurgerð sparkvallar, betrumbætur á göngu- og hjólaleið, fjölgun ruslatunna, lýsingu göngustígs, endurnýjun vatnspósta og uppsetningu strætóskýla. Þótt ég sé stuðningsmaður þess að verkefnum hins opinbera sé sem mest úthýst til einkaaðila þá finnst mér ekki þörf á að úthýsa forgangsröðun augljósra viðhaldsverkefna til borgarbúa. Hvernig væri að gefa borgarbúum raunverulegt val um eitthvað sem máli skiptir? Hvort fólk vilji forgangsraða fé til lögbundinna verkefna eins og leikskóla svo þeir geti tekið fyrr við börnum? Eða til grunnskóla svo sama fé fylgi barni óháð því hvaða skóla foreldrar þess velja að senda það í? Eða til skipulags- og byggingarmála til að auka málshraða og hraða nauðsynlegri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis? Hverfið mitt virðist nefnilega fyrst og fremst vera til að sýnast, ekki til þess að gefa borgarbúum raunverulegt val. Ef Borginni minni yrði hleypt af stokkunum þar sem við fengjum að kjósa um stóru línurnar í forgangsröðun verkefna borgarinnar, þá held ég að þátttakan yrði meiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun
Verkefninu Hverfið mitt lauk í síðustu viku þar sem borgarbúum gefst kostur á að koma með tillögur um hvað borgin gæti gert í hverfinu þeirra. Borgin velur nokkrar þeirra og leyfir íbúum að kjósa um þær. Borgin var ansi ánægð með að metþátttaka væri að þessu sinni, sem þó var aðeins 12,5% á meðan hún var 67% í borgarstjórnarkosningunum. Af hverju skyldu ekki fleiri vilja taka þátt? Skýringuna má kannski finna þegar farið er yfir þau verkefni sem kosið er um. Þar má t.d. finna endurbætur á göngustígum, malbikun, málun yfir veggjakrot, endurgerð sparkvallar, betrumbætur á göngu- og hjólaleið, fjölgun ruslatunna, lýsingu göngustígs, endurnýjun vatnspósta og uppsetningu strætóskýla. Þótt ég sé stuðningsmaður þess að verkefnum hins opinbera sé sem mest úthýst til einkaaðila þá finnst mér ekki þörf á að úthýsa forgangsröðun augljósra viðhaldsverkefna til borgarbúa. Hvernig væri að gefa borgarbúum raunverulegt val um eitthvað sem máli skiptir? Hvort fólk vilji forgangsraða fé til lögbundinna verkefna eins og leikskóla svo þeir geti tekið fyrr við börnum? Eða til grunnskóla svo sama fé fylgi barni óháð því hvaða skóla foreldrar þess velja að senda það í? Eða til skipulags- og byggingarmála til að auka málshraða og hraða nauðsynlegri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis? Hverfið mitt virðist nefnilega fyrst og fremst vera til að sýnast, ekki til þess að gefa borgarbúum raunverulegt val. Ef Borginni minni yrði hleypt af stokkunum þar sem við fengjum að kjósa um stóru línurnar í forgangsröðun verkefna borgarinnar, þá held ég að þátttakan yrði meiri.