Hundrað prósent leikur Viðars var ekki alveg hundrað prósent | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 13:00 Viðar Ágústsson átti frábæran leik með Tindastól á Sauðárkróki í gærkvöldi þegar Stólarnir unnu 23 stiga sigur á Stjörnunni í mikilvægum leik í toppbaráttu Domino´s deildar karla. Viðar skoraði 22 stig á 27 mínútum í leiknum og Stólarnir unnu þessar 27 mínútur sem hann spilaði með 30 stigum. Viðar er vanalega til fyrirmyndar hvað varðar varnarleik og baráttu en að þessu sinni raðaði hann líka niður skotunum fyrir utan. Það er líka gaman að sjá strákinn vera aftur kominn á fullt eftir að hafa glímt við meiðsli í nær allan vetur. Viðar Ágústsson er skráður með hundrað prósent þriggja stiga skotnýtingu í leiknum það er að öll sex þriggja stiga skotin hans hafi ratað rétta leið. Tveir höfðu komist nálægt því. Jón Arnór Stefánsson hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í sigri KR á Króknum í janúar og Tómas Heiðar Tómasson nýtti 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum í sigri Stjörnunnar á Keflavík. Viðar var þar með fyrsti leikmaðurinn í Domino´s deild karla í vetur sem nær að skora sex eða fleiri þrista án þess að klikka á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Eða svo héldum við. Þegar betur var að gáð kom þó í ljós að Viðar klikkaði á einu þriggja stiga skoti í leiknum. Það skot var hinsvegar skráð sem tveggja stiga skot en eins og sést á myndbandinu í spilaranum hér fyrir ofan þá var það greinilega tekið fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvort þessu verður breytt verður að koma í ljós en þangað til er Viðar Ágústsson sá eini í Domino´s deildinni með 6 af 6 leik í þriggja stiga skotum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Viðar Ágústsson átti frábæran leik með Tindastól á Sauðárkróki í gærkvöldi þegar Stólarnir unnu 23 stiga sigur á Stjörnunni í mikilvægum leik í toppbaráttu Domino´s deildar karla. Viðar skoraði 22 stig á 27 mínútum í leiknum og Stólarnir unnu þessar 27 mínútur sem hann spilaði með 30 stigum. Viðar er vanalega til fyrirmyndar hvað varðar varnarleik og baráttu en að þessu sinni raðaði hann líka niður skotunum fyrir utan. Það er líka gaman að sjá strákinn vera aftur kominn á fullt eftir að hafa glímt við meiðsli í nær allan vetur. Viðar Ágústsson er skráður með hundrað prósent þriggja stiga skotnýtingu í leiknum það er að öll sex þriggja stiga skotin hans hafi ratað rétta leið. Tveir höfðu komist nálægt því. Jón Arnór Stefánsson hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í sigri KR á Króknum í janúar og Tómas Heiðar Tómasson nýtti 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum í sigri Stjörnunnar á Keflavík. Viðar var þar með fyrsti leikmaðurinn í Domino´s deild karla í vetur sem nær að skora sex eða fleiri þrista án þess að klikka á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Eða svo héldum við. Þegar betur var að gáð kom þó í ljós að Viðar klikkaði á einu þriggja stiga skoti í leiknum. Það skot var hinsvegar skráð sem tveggja stiga skot en eins og sést á myndbandinu í spilaranum hér fyrir ofan þá var það greinilega tekið fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvort þessu verður breytt verður að koma í ljós en þangað til er Viðar Ágústsson sá eini í Domino´s deildinni með 6 af 6 leik í þriggja stiga skotum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira