

Veiðiklúbburinn Strengur
Ég hef skapað mína auðlegð sjálfur. Ég ólst upp í fátækum hluta Manchester. Ég hef borið gæfu til að byggja upp mjög farsælt fyrirtæki og á grundvelli þess árangurs er ég í aðstöðu til að hjálpa til á sviðum sem ég tel að eigi skilið athygli.
Augljóslega get ég ekki gert allt en á ferðum mínum hef ég oftsinnis komið til bæði Íslands og suðurhluta Afríku og það er augljóst að á báðum stöðum eru náttúruverndarverkefni sem vert er að styðja við. Þessi verkefni snúast eingöngu um að gera jörðinni okkar dálítið gagn.
Á Íslandi eru margar af bestu laxveiðiám heims. Og laxinn er sannarlega sérstæðasti og aðdáunarverðasti fiskur í heimi. Ferðalagið sem hann leggur í yfir Atlantshafið og upp eftir mörgum óárennilegustu ám heimsins er á mörkum þess sem hægt er að trúa.
Laxinn lifir af í sjó og ferskvatni. Hann kemst hjá alls kyns hungruðum rándýrum í hafi, allt frá selum og höfrungum til hákarla og þegar hann nær á endanum upp í árnar mæta honum flúðir, fossar og klettar. Að lokum, eftir að hafa fundið maka og helgað sér hyl í ánni, fastar hann í 8 mánuði og þarf að berja af sér keppinauta. Ef um heppinn lax er að ræða fær hann að endurtaka þetta ævintýri nokkrum sinnum.
Þetta eru einungis fáeinar ástæður þess að laxinn nýtur virðingar svo víða. En laxinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu 100 árin. Samspil mengunar og ofveiði hefur gengið nærri stofnum og þurrkað tegundina algjörlega út í mörgum ám.
Markmiðið að finna sjálfbæra lausn
Meginmarkið verkefnis veiðiklúbbsins Strengs er að vernda þessa einstöku tegund. Markmiðið er einnig að finna sjálfbæra lausn til langs tíma. Fáein góðgerðarframlög eru ekki lausnin.
Sportveiði skapar miklar tekjur, sér í lagi á Íslandi sem hefur yfir að ráða mörgum af bestu sportveiðiám heims. Hún færir bændum á svæðinu aukatekjur en ekki er síður mikilvægt að hún fjármagnar verkefni á sviði náttúruverndar í ánum. Þetta þýðir byggingu laxastiga, lagningu vega að veiðistöðum, stuðning við rannsóknir og eftirlit með laxfiskum auk byggingu vandaðra veiðihúsa. Allt skapar þetta aðstæður fyrir fyrsta flokks tómstundaiðju á Íslandi.
Hið góða við laxastiga er að þeir stækka hrygningarsvæði með því að gera svæði ofar í ám aðgengileg sem þýðir fleiri laxa.
Við höfum þá trú að sportveiðar séu ásættanlegar meðan þær eru stundaðar af virðingu. Sleppa þarf öllum fiski gætilega aftur út í árnar, forðast á ofveiði í ám og veiði ekki leyfð í ám á hrygningartímabili. Einungis fluguveiði leyfð og allt annað agn bannað.
Einnig gerum við allt sem í okkar valdi stendur til þess að mengunarvaldar komist aldrei í ár og þá sérstaklega kemísk efni sem notuð eru í landbúnaði því laxinn er mjög viðkvæmur fyrir öllum slíkum efnum.
Hér hef ég lýst hugmyndafræðilegri nálgun okkar varðandi verndun laxa en hvað hefur þetta þýtt í raun?
Við höfum keypt jarðir í nágrenni við ár á Norðausturlandi, sér í lagi kringum Vopnafjörð, til þess að eiga atkvæðisrétt í veiðifélögum. Þar sem við höfum keypt jarðir höfum við hvatt bændur til að halda áfram búskap á þessum fjarlæga hluta Íslands.
Í lok árs 2016 fjárfestum við líka í Grímsstöðum sem við eigum í félagi við íslenska ríkið og fleiri. Þó að mestu sé um að ræða óbyggt hálendi nær svæðið yfir stóran hluta vatnasvæðis áa á norðausturhluta landsins. Tilgangur þessara kaupa er einungis að vernda og varðveita viðkvæmt vistkerfi þessara mikilvægu áa.
Í stuttu máli er verndunarstefna okkar að halda í hreinleika landslags og áa, hvetja til búskapar í sátt og samlyndi við ár og ástundun ábyrgrar sportveiði sem styrkir sjálfbærni til framtíðar.
Við í Streng vitum að við getum lítið gert við ofveiði á laxi í sjó – slíkt er á ábyrgð stjórnvalda. En við getum skapað náttúrulegan griðastað fyrir lax á þessu afar sérstæða horni á norðaustur Íslandi og vonandi bjargað þessari einstæðu tegund.
Fyrir frekari upplýsingar á https://www.sela.is
Skoðun

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar