Jóhann: Ánægður með kraftinn í mínum mönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2017 21:41 Jóhann var sáttur með leik Grindvíkinga í sigrinum gegn Þór í kvöld. vísir/anton Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í sigrinum á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar í kvöld. Grindavík er því komið 1-0 yfir í einvíginu. „Ég er mjög ánægður og auðvitað með sigurinn númer 1, 2 og 3, það er það sem þetta snýst um. Frammistaðan heilt yfir var mjög góð,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar fengu gott framlag frá Þorleifi Ólafssyni og Ómari Erni Sævarssyni sem voru frábærir í fyrri hálfleiknum. „Það voru allir að leggja í púkkið og þeir áttu góða spretti sem og aðrir. Heildin var mjög góð.“ Grindvíkingar spiluðu grimma vörn á Tobin Carberry sem hefur verið frábær fyrir Þór í vetur. Hann skoraði reyndar 26 stig en fékk sjaldan auðvelt skot og fékk að finna fyrir því hjá heimamönnum. „Hann er rosalega góður og við reynum að þvinga hann í erfið skot og að hann haldi boltanum í höndunum. Við vorum varnarlega ekki alveg eins og við vildum og það er eitt og annað sem við getum lagð fyrir næsta leik,“ bætti Jóhann við. Grindvíkingar hafa verið mikið Jójó-lið í vetur og í kvöld komu þeir af miklum krafti inn í leikinn sem þeir náðu að halda að mestu út leikinn. „Sigur og ekki sigur, ég er mjög ánæður með kraftinn í mínum mönnum og hvernig við vorum einbeittir í því sem við vorum að gera. Við vinnum frákastabaráttuna með einhverjum 20 fráköstum og settum tóninn strax.“ Jóhann sagði í viðtali fyrir skömmu að hann væri til í að sjá hans menn fylgja leikskipulagi heilan leik og blaðamanni lék forvitni á að vita hvort það hefði gengið upp í kvöld. „Já og nei,“ sagði Jóhann glottandi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 99-85 | Grindvíkingar byrja úrslitakeppnina vel Grindavík vann öruggan heimasigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Lokatölur 99-85 og Grindavík því komið í 1-0 í einvíginu. 16. mars 2017 22:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í sigrinum á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar í kvöld. Grindavík er því komið 1-0 yfir í einvíginu. „Ég er mjög ánægður og auðvitað með sigurinn númer 1, 2 og 3, það er það sem þetta snýst um. Frammistaðan heilt yfir var mjög góð,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar fengu gott framlag frá Þorleifi Ólafssyni og Ómari Erni Sævarssyni sem voru frábærir í fyrri hálfleiknum. „Það voru allir að leggja í púkkið og þeir áttu góða spretti sem og aðrir. Heildin var mjög góð.“ Grindvíkingar spiluðu grimma vörn á Tobin Carberry sem hefur verið frábær fyrir Þór í vetur. Hann skoraði reyndar 26 stig en fékk sjaldan auðvelt skot og fékk að finna fyrir því hjá heimamönnum. „Hann er rosalega góður og við reynum að þvinga hann í erfið skot og að hann haldi boltanum í höndunum. Við vorum varnarlega ekki alveg eins og við vildum og það er eitt og annað sem við getum lagð fyrir næsta leik,“ bætti Jóhann við. Grindvíkingar hafa verið mikið Jójó-lið í vetur og í kvöld komu þeir af miklum krafti inn í leikinn sem þeir náðu að halda að mestu út leikinn. „Sigur og ekki sigur, ég er mjög ánæður með kraftinn í mínum mönnum og hvernig við vorum einbeittir í því sem við vorum að gera. Við vinnum frákastabaráttuna með einhverjum 20 fráköstum og settum tóninn strax.“ Jóhann sagði í viðtali fyrir skömmu að hann væri til í að sjá hans menn fylgja leikskipulagi heilan leik og blaðamanni lék forvitni á að vita hvort það hefði gengið upp í kvöld. „Já og nei,“ sagði Jóhann glottandi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 99-85 | Grindvíkingar byrja úrslitakeppnina vel Grindavík vann öruggan heimasigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Lokatölur 99-85 og Grindavík því komið í 1-0 í einvíginu. 16. mars 2017 22:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 99-85 | Grindvíkingar byrja úrslitakeppnina vel Grindavík vann öruggan heimasigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Lokatölur 99-85 og Grindavík því komið í 1-0 í einvíginu. 16. mars 2017 22:15