Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Hörður Ægisson skrifar 20. mars 2017 15:15 FME bendir á að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. VÍSIR/EYÞÓR Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) en þar segir að kaupin hafi ekki áhrif á skilyrði sem FME setti árið 2010 fyrir virkum eignarhlut Kaupþings í gegnum eignarhaldsfélagið Kaupskil í bankanum. Þau skilyrði meðal annars „takmarka verulega áhrif hluthafa Kaupþings á stjórnun bankans, en umræddir fjárfestar fara beint eða óbeint með eignarhlut í Kaupþingi. Fjármálaeftirlitið hefur áskilið sér rétt til að taka upp ofangreind skilyrði og hefur sett fram tímamörk í því skyni. Umræddum eignarhlutum fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu,“ segir í tilkynningu FME. Þá bendir stofnunin á að með kaupum fjárfestanna á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka myndast ekki nýr virkur eignarhlutur þar sem enginn þeirra fer með meira en 10 prósenta hlut. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fjármálafyrirtæki sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags. Fjármálaeftirlitið segist hafa verið upplýst um kaup á eignarhlut í Arion banka og verið í aðdraganda þeirra í samskiptum við viðeigandi aðila, líkt og Fréttablaðið greindi meðal annars frá í lok febrúar. „Þá á Fjármálaeftirlitið von á tilkynningum um virka eignarhluti í Arion banka vegna mögulegs aukins eignarhlutar. Á grundvelli slíkra tilkynninga leggur Fjármálaeftirlitið mat á hæfi aðila til að fara með eignarhlutinn og aflar m.a. upplýsinga um raunverulega eigendur þeirra,“ segir í tilkynningunni.Verða að upplýsa um nöfn þeirra sem eiga meira en 1% Fjárfestahópurinn hefur síðar á árinu kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum sem þýðir að sumir sjóðanna gætu þá eignast meira en 10 prósenta hlut í bankanum og þar með þurft að fá samþykki í FME til að fara með virkan eignarhlut. Í einkaviðtali sem Fréttablaðið birti í dag við Frank Brosens, stofnanda og eigenda Taconic Capital, sem hefur eignast 9,99 prósenta hlut í bankanum, segir hann aðspurður að sjóðurinn muni ákveða þegar að því kemur hvort kauprétturinn verði nýttur en hins vegar „munum við hefja núna strax það ferli með Fjármálaeftirlitinu hvort við fáum samþykki þess til að fara mögulega með virkan eignarhlut í bankanum.“ Þá vekur FME jafnframt athygli á því í tilkynningunni að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. „Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila.“Uppfært kl: 18:26: Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að „ónákvæmni“ hafi gætt í frétt stofnunarinnar fyrr í dag þar sem fjallað var um kaup fjárfesta á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka. „Í fréttinni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæðisréttur, en hið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.“ Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) en þar segir að kaupin hafi ekki áhrif á skilyrði sem FME setti árið 2010 fyrir virkum eignarhlut Kaupþings í gegnum eignarhaldsfélagið Kaupskil í bankanum. Þau skilyrði meðal annars „takmarka verulega áhrif hluthafa Kaupþings á stjórnun bankans, en umræddir fjárfestar fara beint eða óbeint með eignarhlut í Kaupþingi. Fjármálaeftirlitið hefur áskilið sér rétt til að taka upp ofangreind skilyrði og hefur sett fram tímamörk í því skyni. Umræddum eignarhlutum fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu,“ segir í tilkynningu FME. Þá bendir stofnunin á að með kaupum fjárfestanna á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka myndast ekki nýr virkur eignarhlutur þar sem enginn þeirra fer með meira en 10 prósenta hlut. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fjármálafyrirtæki sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags. Fjármálaeftirlitið segist hafa verið upplýst um kaup á eignarhlut í Arion banka og verið í aðdraganda þeirra í samskiptum við viðeigandi aðila, líkt og Fréttablaðið greindi meðal annars frá í lok febrúar. „Þá á Fjármálaeftirlitið von á tilkynningum um virka eignarhluti í Arion banka vegna mögulegs aukins eignarhlutar. Á grundvelli slíkra tilkynninga leggur Fjármálaeftirlitið mat á hæfi aðila til að fara með eignarhlutinn og aflar m.a. upplýsinga um raunverulega eigendur þeirra,“ segir í tilkynningunni.Verða að upplýsa um nöfn þeirra sem eiga meira en 1% Fjárfestahópurinn hefur síðar á árinu kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum sem þýðir að sumir sjóðanna gætu þá eignast meira en 10 prósenta hlut í bankanum og þar með þurft að fá samþykki í FME til að fara með virkan eignarhlut. Í einkaviðtali sem Fréttablaðið birti í dag við Frank Brosens, stofnanda og eigenda Taconic Capital, sem hefur eignast 9,99 prósenta hlut í bankanum, segir hann aðspurður að sjóðurinn muni ákveða þegar að því kemur hvort kauprétturinn verði nýttur en hins vegar „munum við hefja núna strax það ferli með Fjármálaeftirlitinu hvort við fáum samþykki þess til að fara mögulega með virkan eignarhlut í bankanum.“ Þá vekur FME jafnframt athygli á því í tilkynningunni að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. „Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila.“Uppfært kl: 18:26: Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að „ónákvæmni“ hafi gætt í frétt stofnunarinnar fyrr í dag þar sem fjallað var um kaup fjárfesta á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka. „Í fréttinni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæðisréttur, en hið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.“
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira