Krónublinda Stjórnarmaðurinn skrifar 15. október 2017 10:30 Enn hefur ekkert eitt mál fangað kosningabaráttuna fyrir komandi kosningar. Meira að segja Sigmundi Davíð hefur ekki tekist að láta allt hverfast um fjármálakerfið og þær umbætur á því sem hann telur nauðsynlegar. Mörgum hefur þó orðið tíðrætt um hátt vaxtastig í landinu og sjálfa verðtrygginguna. Þannig hafa Framsóknarmenn það á stefnuskránni að afnema verðtrygginguna sem þeir telja hið mesta böl. VR og Verkalýðsfélag Akraness héldu meira að segja fund á dögunum undir yfirskriftinni ,Okurvextir og verðtrygging, mesta böl heimila þjóðarinnar‘. Þar lét formaður VR meðal annars hafa það eftir sér að hann myndi kjósa þann flokk sem hefði afnám verðtryggingarinnar á stefnuskránni. Það sem fundarmenn kannski ekki vita eða kjósa að leiða hjá sér er að vaxtastigið og verðtrygging eru ekki vandamál ein og sér heldur miklu frekar afleiðingar af þeirri séríslensku örmynt sem við búum við. Þeir einblíndu með öðrum augum á einkennin en ekki sjúkdóminn. Svo langt gengur blinda þeirra að þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, benti á þá augljósu lausn að taka upp annan gjaldmiðil og losna þannig við verðtrygginguna og okurvextina á einu bretti uppskar hann ekki fagnaðarlæti heldur mótmælahróp úr sal. Eins og einhver sagði þá eru engin rök fyrir krónunni önnur en þvermóðska og misskilið þjóðernisstolt. Háu vextirnir og verðtryggingin eru eðlilegar og fyrirsjáanlegar afleiðingar krónunnar. Ágúst Ólafur, og fleiri, eru komnir lengra í greiningu sinni á vandanum en unnendur krónunnar. Þeir einblína ekki bara á vandann, heldur eru með tillögur að lausn. Óskandi væri ef umræðan væri í auknum mæli á slíkum nótum. Formaður VR ætti allavega að kjósa annaðhvort Samfylkingu eða Viðreisn en það eru einu flokkarnir sem bjóða upp á afnám verðtryggingar. Hann skal þó ekki láta það rugla sig þótt talað sé um upptöku evru í stefnuskránum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Enn hefur ekkert eitt mál fangað kosningabaráttuna fyrir komandi kosningar. Meira að segja Sigmundi Davíð hefur ekki tekist að láta allt hverfast um fjármálakerfið og þær umbætur á því sem hann telur nauðsynlegar. Mörgum hefur þó orðið tíðrætt um hátt vaxtastig í landinu og sjálfa verðtrygginguna. Þannig hafa Framsóknarmenn það á stefnuskránni að afnema verðtrygginguna sem þeir telja hið mesta böl. VR og Verkalýðsfélag Akraness héldu meira að segja fund á dögunum undir yfirskriftinni ,Okurvextir og verðtrygging, mesta böl heimila þjóðarinnar‘. Þar lét formaður VR meðal annars hafa það eftir sér að hann myndi kjósa þann flokk sem hefði afnám verðtryggingarinnar á stefnuskránni. Það sem fundarmenn kannski ekki vita eða kjósa að leiða hjá sér er að vaxtastigið og verðtrygging eru ekki vandamál ein og sér heldur miklu frekar afleiðingar af þeirri séríslensku örmynt sem við búum við. Þeir einblíndu með öðrum augum á einkennin en ekki sjúkdóminn. Svo langt gengur blinda þeirra að þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, benti á þá augljósu lausn að taka upp annan gjaldmiðil og losna þannig við verðtrygginguna og okurvextina á einu bretti uppskar hann ekki fagnaðarlæti heldur mótmælahróp úr sal. Eins og einhver sagði þá eru engin rök fyrir krónunni önnur en þvermóðska og misskilið þjóðernisstolt. Háu vextirnir og verðtryggingin eru eðlilegar og fyrirsjáanlegar afleiðingar krónunnar. Ágúst Ólafur, og fleiri, eru komnir lengra í greiningu sinni á vandanum en unnendur krónunnar. Þeir einblína ekki bara á vandann, heldur eru með tillögur að lausn. Óskandi væri ef umræðan væri í auknum mæli á slíkum nótum. Formaður VR ætti allavega að kjósa annaðhvort Samfylkingu eða Viðreisn en það eru einu flokkarnir sem bjóða upp á afnám verðtryggingar. Hann skal þó ekki láta það rugla sig þótt talað sé um upptöku evru í stefnuskránum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira